Morgunblaðið - 31.10.2009, Side 36
eftir að Flosi væri látinn. Flosi
Ólafsson er litríkasti persónuleiki
sem ég hef kynnst, hann hafði svo
miklu meira að miðla en nokkur
annar, ekki aðeins var skopskyn
hans algerlega óviðjafnanlegt, en
það var einlægni hans líka og
kannski ekki síst metnaður hans.
Hann lagði sig alltaf allan fram við
það sem hann tók sér fyrir hendur
og það kom manni oft á óvart hvað
hann var vandvirkur, nákvæmur og
agaður. Flosi var mikill fjölskyldu-
maður og fylgdist mjög náið með
börnum sínum, barnabörnum og
öðrum ættingjum. Ógleymanlegar
eru lýsingar hans á hæfileikum
Flosa Ólafssonar, sonarsonar síns, í
hestamennsku. Þær voru slíkar að
engu líkara var en þetta væri hann
sjálfur.
Það allrabesta sem Flosi átti var
Lilja, konan hans. Hún hefur gegn-
um árin verið honum allt og stutt
hann og á mikinn þátt í öllu því sem
Flosi hefur tekið sér fyrir hendur.
Verið stoð hans og stytta gegnum
lífið og glettni hennar og skapferli
hefur áreiðanlega oft reynst Flosa
uppspretta til ýmissa verka.
Ég vil færa Lilju, Óla, Önnu,
barnabörnum og örðum ættingjum
og vinum innilegar samúðarkveðjur
okkar Guðnýjar.
Gísli Alfreðsson.
Mig langar til að skrifa fáeinar
línur um hann Flosa sem verður
jarðsunginn í Reykholti næsta laug-
ardag. Ég held að ég hafi séð hann í
fyrsta sinn þegar ég bjó í Vest-
mannaeyjum með þáverandi eigin-
manni mínum, Leifi Þórarinssyni.
Flosi var þá í leikhópi sem fór
kringum landið til að skemmta
þjóðinni. Hópurinn, fimm manns,
held ég, leit inn til okkar í kaffi, og
margt var spjallað.
Nokkrum árum síðar sá ég Flosa
í veislu í Reykjavík. Hann var með
brosmildri konu, á aldur við mig, í
svörtum, ermalausum kjól. Þau
voru hin kátustu, og ég komst að
því að hún hét og heitir enn: Lilja
Margeirsdóttir. Ég var svo lánsöm
að við urðum miklar vinkonur og
erum það enn.
Þau Flosi bjuggu handan við
Tjörnina, við Skothúsveginn held
ég, og ekki var að sökum að spyrja,
gestagangurinn var ótrúlegur. Ég
man að Agnar Þórðarson rithöfund-
ur, sem nú er látinn, sagði að heim-
ili þeirra ætti að heita Litla Saga,
því Hótel Saga, sem við þekkjum
flest, gnæfði yfir nágrennið.
En þar kom að þau höfðu fengið
nóg og fluttu upp í Borgarfjörð. Þar
gátu þau alið hesta, Ólafi syni sín-
um til mikillar gleði, trúi ég.
Ég naut líka gestrisni þeirra
ríkulega, var stundum í lausum her-
bergjum þeirra í Reykholti og
stundum í auðum veiðihúsum, eða
bara heima hjá þeim sjálfum. Hlýja
ykkar hefur snortið mig og mína
djúpt. En nú hefur Flosi kvatt og
við syrgjum hann sárt. Elsku Lilja
mín, Guð veri með þér og þínum og
hjálpi ykkur að komast yfir þennan
erfiða kafla í lífinu. Þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar, og þú færð
líka hlýjar kveðjur frá Kristjáni og
fjölskyldu okkar.
Þín
Inga Huld.
mörgum árum hefði verið flutt í ein-
lægni. Hvort hann væri í raun slík-
ur náttúruunnandi. „Nei, Gunna
mín, ég veit ekki hvað kom mér til
að flytja þetta blaður fyrir jafn in-
dæla konu og þig. Helst vildi ég
auðvitað malbika yfir þennan gróð-
urreit hennar Lilju. En hvað gerir
maður ekki, maður leggst meira að
segja á fjóra fætur og reytir arfa
fyrir þá heittelskuðu.“ Það er ein-
mitt það, sagði ég hrærð. Þið eruð
svo samhent og ástfangin. „Elskan
mín, láttu þér ekki detta það í hug,
við rífumst alveg rosalega þegar
enginn heyrir til,“ sagði Flosi og
dýfði haus og öllu ofan í heita pott-
inn, þegar hann kom upp úr aftur
sagði hann: Það var nú bara í gær
eftir klukkutíma rifrildi að ég horfði
djúft í augu hennar og sagði: „Lilja,
okkur þykir þrátt fyrir allt mjög
vænt hvoru um annað“ – „okkur?“
Öskraði hún á mig „við sem höng-
um bara saman á húsinu!“ Það var
ekki lítið hvað henni Lilju þótti sinn
heittelskaði fyndinn þarna í vorsól-
inni í heitum potti. Og ég sem þótt-
ist nú loksins vera farin að kunna á
ólíkindatólið Flosa Ólafsson. Get að-
eins sagt: Guð minn, hvað ég sakna
þín, kæri vinur.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Flosa verður ævinlega minnst
fyrir hið óborganlega skopskyn
hans og afrek hans á sviði lista, en
vinir hans minnast hans ekki síður
fyrir hlýju hans og einlæga vináttu.
Þær eru margar stundirnar sem við
eyddum saman í gegnum tíðina og
alltaf fór maður af hans fundi með
bros á vör og veröldin varð bjartari
í huga manns. Síðari ár höfum við
Guðný og Benedikt Árnason og
Erna farið í dagsheimsóknir til
Lilju og Flosa eins oft og því varð
viðkomið. Ástríkt hjónaband þeirra
og andinn á Bergi gerðu sérhverja
heimsókn einstaka og eftirminni-
lega. Náið samband okkar Flosa
hefur verið mér mjög mikilvægt,
hann var minn trúnaðarvinur og töl-
uðum við reglulega saman í síma
auk þess sem tölvur okkar voru
samtengdar. Því eru minningarnar
margar en núna finnst mér þó dýr-
mætast síðasta samtal okkar á spít-
alanum daginn fyrir andlát hans.
Þegar ég gekk inn ganginn varð
mér litið inn í fyrsta herbergið og
þar sat Flosi á stól og var að lesa
próförk að löngu viðtali sem birtist
við hann í Morgunblaðinu daginn
eftir. Hann var ánægður með við-
talið og sagði mér að hann ætti líka
von á heimsókn frá sjónvarpinu
daginn eftir. Ég átti von á að sjá
fárveikan mann miðað við það sem
ég sá í gær, þegar ég heimsótti
hann á gjörgæsluna, en það var nú
aldeilis ekki. Hann var í fínu skapi
og ekki vantaði glettnina frekar en
fyrri daginn og sat ég hjá honum og
röbbuðum við saman um heima og
geima í nær tvo klukkutíma. Að
vísu var mér ljóst að hann var veru-
lega slasaður, en miðað við allt og
allt datt mér jafnvel í hug að ekki
liði langt þangað til hann fengi að
fara heim. Ég hélt því heim léttur í
skapi og skrifaði sérstakar kveðjur
frá Flosa til vinar okkar Benedikts
Árnasonar sem er nú staddur í
Mexíkó.
Það var því eins og reiðarslag
þegar ég fregnaði síðdegis daginn
Eitt það fyrsta sem kemur upp í
hugann við ótímabært andlát míns
kæra vinar Flosa Ólafssonar er að
hann var einn af þeim mönnum sem
við máttum hvað síst við að missa á
Íslandi í dag. Fyndinn, hlýr, skír og
gráglettinn. Ástmögur þjóðarinnar.
Nema hvað, Flosi gerði það „sjött
af“ eins og Færeyingar orða snögga
afgreiðslu og ég veit að Lilja skilur.
Að Flosa gengnum finnst mér ég
vera að missa hluta af æsku minni,
þar sem ég var heimagangur á
heimili þeirra Lilju í Tjarnargöt-
unni öll mín unglingsár. Við Óli
Flosa erum jafnaldrar og æskuvin-
ir, í sömu „strákaklíkunni“. Alltaf
vorum við, þessir stundum óstýri-
látu krakkar, jafn velkomin í horn-
húsið á Tjarnargötunni. Alltaf voru
Flosi og Lilja jafn hlý og góð við
okkur unglingana, sama á hvaða
tíma sólarhrings við áttum þar leið
um. Stundum var gleðskapur í
gangi, stundum bara kósíheit og
kakó. Alltaf var skilningurinn jafn
mikill og aldurslaus vinátta þeirra
elskulegu hjóna. Vinátta mæðra
okkar Lilju, Ólafar og Laufeyjar,
nær síðan svo langt aftur í tímann
að það væri efni í heila bók.
Það var engin tilviljun að Flosi
þýddi alþjóðlega biblíu unglinga í
tilvistarkreppu, Bjargvættinn í
grasinu, eftir J.D. Salinger. Flosi
vissi um hvað málið snerist. Hann
skildi sálir unglinga öðrum mönnum
betur, enda trúi ég að hans eigin sál
hafi verið ung til hinsta dags.
Stundum sat Flosi í eldhúsinu
með hausverk og var að spá í hvern
fjandann hann ætti að taka fyrir í
næsta laugardagspistli í Þjóðviljan-
um. Hann spurði sextán ára stelpu
hvaða hugmyndir hún hefði og
stundum spunnum við sitthvað
skemmtilegt saman. Þetta var á
gullnum tíma Helgarblaðs Þjóðvilj-
ans; Flosi var með sína brilljant
pistla og Ingó mágur hans tók frá-
bær viðtöl og teiknaði óborganlegar
myndir, m.a. af Flosa. Pistlar Flosa
féllu ekki alltaf í góðan jarðveg,
enda var hann stríðinn með afbrigð-
um. Samkvæmt mínum kynnum af
Flosa varð ég þó aldrei vör við ann-
að en að hann héldi sig réttum meg-
in við meinfýsi – þó alveg á mörk-
unum, eins og góðir húmoristar
gera.
Eins og flestir bestu húmoristar
þessa heims þekkti Flosi líka þung-
lyndi. Lýsingar hans á morgun-
drunganum voru engu líkar og hittu
marga í hjartastað. Hann gat lýst
því af þvílíkri snilld hvernig það
væri að vakna að morgni og finnast
himinninn vera að hrynja. Settist
svo niður eftir morgunkaffið og
skrifaði pistil sem gladdi hálfa þjóð-
ina.
Hann var heldur ekki einungis
gamanleikari. Man til dæmis eftir
honum í mögnuðu hlutverki í Lé
konungi í Þjóðleikhúsinu, þvílíkt
þungum og flottum. Flosi átti
marga strengi í sinni hörpu.
Eftir að þau Lilja fluttu í Borgar-
fjörðinn átti ég því láni að fagna að
ríða nokkrum sinnum út með Flosa,
í stuttum og lengri ferðum. Held að
mér hafi sjaldan þótt jafn vænt um
hól eins og þegar Flosi talaði um
það hvað ég sæti hestinn vel – ekki
þó í minni áheyrn. Það var nefni-
lega ekki hans stíll. Hann var hins
vegar einn besti hestamaður þessa
lands og ekki síðri séntilmaður en
grallari.
Flosi og Lilja gerðu rétt í því að
flytja í Borgarfjörðinn – á Stóra-
Mikla-Aðalberg, eða hvað það nú
var sem elsku kallinn kaus að kalla
það í gríni. Þar leið þeim vel með
vinum og afkomendum og þangað
var ekki síður gaman að koma en í
Tjarnargötuna, þó að þeirra væri
vissulega saknað úr Vesturbænum.
Mér finnst ég næstum heyra
Flosa segja glaðbeittan: „Maður
losnaði þó allavega við að verða átt-
ræður.“
Einhvern veginn finnst mér líka
að brosið hans Flosa eigi eftir að
lifa með okkur um ókomin ár.
Kært kvaddur,
Hildur Helga Sigurðardóttir.
Fleiri minningargreinar um Flosa
Ólafsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
Flosi Ólafsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, stjúpi
og afi,
ÞORLÁKUR GESTUR JENSEN,
Skúlagötu 64,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
fimmtudaginn 22. október, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Blóm og kransar afbeðnir, þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameins-
félagið njóta þess.
Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar læknis og Kristjönu hjúkrunar-
fræðings, ásamt öllu starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir alla
ástúð og hlýju, er þið sýnduð, honum og okkur.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Jónsdóttir,
Hálfdán Ingi Jensen, Soffía Sveinbjörnsdóttir,
Hulda Margrét Þorláksdóttir, Davíð Ingvason,
Guðni Óskar Jensen, Kristbjörg Sveinsdóttir,
Jón Múli Franklínsson,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
LIS PÁLSSON,
Eskihlíð 8a,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 29. október.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
4. nóvember kl. 15.00.
Zóphónías Pálsson,
Páll Zóphóníasson, Áslaug Hermannsdóttir,
Hjalti Zóphóníasson, Sigrún Haraldsdóttir,
Bjarki Zóphóníasson, Ulrike Baierl,
Margrét Zóphóníasdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
EYGLÓ V. HJALTALÍN,
Hrísateigi 27,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 28. október.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 4. nóvember kl. 13.00.
Blóm eru afþökkuð, en bent er á Kristniboðs-
sambandið eða líknarfélög.
Vigfús Hjartarson,
Sigursteinn Hjartarson, Jytte Hjartarson,
Pálmi G. Hjartarson,
Guðmundur B. Hjartarson, Björg D. Snorradóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær sonur minn,
SÆVAR MÁR INGIMUNDARSON,
búsettur í Bamberg,
Þýskalandi,
lést þriðjudaginn 6. október.
Hann var jarðsunginn þar fimmtudaginn 15. október.
Minningarathöfn um hann verður haldin í Grafar-
vogskirkju miðvikudaginn 4. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóna Hjaltadóttir.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
VILHELM SIGURÐUR ANNASSON
skipstjóri,
lést á Landspítalanum mánudaginn 26. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Særún Axelsdóttir,
G. Margrét Vilhelmsdóttir, Jörgen Fröik,
Guðný Anna Vilhelmsdóttir, Trausti Magnússon,
Sjöfn Vilhelmsdóttir,
Jónas Hlíðar Vilhelmsson, Bylgja Hilmarsdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
EINARS JÓNSSONAR
bifvélavirkja,
Langagerði 118,
Reykjavík.
Björg J. Ragnarsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Halldór Þórólfsson,
Ragnar Einarsson,
Ívar Örn Halldórsson,
Gísli Halldórsson.