Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Til er hundakyn, sem menn rekaststundum á í útlöndum, sem hef- ur það sérkenni helst að vera svo loðið að ekki sést nema við ná- kvæma skoðun hvað snýr fram og hvað aftur á dýrinu. Dýrið sjálft getur þó auðveldað lausn gátunnar með því að hreyfa sig. Má þá slá því föstu að hausinn sé í þá áttina, sem hreyfingin er.     Einhverrahluta vegna minnir þetta hunda- kyn mjög á ís- lensku rík- isstjórnina.     ÁNorðurlandaráðsþingi segir Jó-hanna að Ísland sé á leið í Evr- ópusambandið. Úr sama ræðustól fullyrti formaður hins stjórn- arflokksins, Steingrímur J., að hann vissi ekki til að Ísland væri á leið þangað. Félagsmálaráðherrann dregur dár að íslenskum sjávarútvegi og hrakyrðir forystumenn hans, með- an Jón Bjarnason segir þveröfuga sögu. Iðnaðarráðherrann fullyrðir stöðugt að ríkur stuðningur sé við stóriðjustefnu í ríkisstjórninni en starfssystkin úr Vinstri grænum draga það allt til baka. Þessir til- burðir eru fremur regla en undan- tekning, svo fólkið í landinu veit ekki hvað snýr upp og hvað niður og enn síður hvað snýr fram og hvað aftur. Sem sagt sömu erfið- leikar og varðandi hundakynið sem fyrr er nefnt.     En það sem er til hagræðis viðhundinn hjálpar ekki við ríkis- stjórnina. Kyrrstaðan er svo rík að hún hreyfist ekki úr stað. Gerði hún það gætu menn hugsanlega greint hvað snýr fram og hvað aftur á henni.     En hitt á stjórnin og stefna hennarsameiginlegt með fyrrnefndu kyni að vera svo kafloðin að hún virðist að öðru leyti einkennalaus. Ríkisstjórnarborðið Tvö kafloðin kyn SIGMUNDUR Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, var til umræðu á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur, sem haldinn var á miðvikudaginn. Á fundinum var lögð fram eft- irfarandi fyrirspurn fulltrúa Sam- fylkingarinnar, Stefáns Benedikts- sonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur, og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sóleyjar Tóm- asdóttur: „Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipu- lagsráð sem fulltrúi Framsókn- arflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lít- ið sést á fundum. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýs- ingum um á hvaða fundi Sig- mundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launa- kjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn.“ Í fundargerðinni kemur ekki fram hverjar urðu lyktir þessa máls í skipulagsráði. sisi@mbl.is Spyrjast fyrir um Sigmund Davíð Lítið sést til hans í skipulagsráðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Í TILEFNI frétta af skýrslu Rík- isendurskoðunar um að Háskólinn á Hólum sé í hópi þeirra ríkisstofnana sem hafi ekki brugðist við rekstr- arvanda sínum á þessu ári, vill skól- inn koma því á framfæri að um- fangsmikil hagræðing hefur átt sér stað í rekstri skólans á þessu ári og er reksturinn nú kominn í jafnvægi. Rekstraráætlun ársins 2009 gerði ráð fyrir um 113 milljóna kr. hag- ræðingu miðað við árið 2008 og að skólinn yrði rekinn innan fjárheim- ilda ársins. Í fréttatilkynningu segir að allt líti út fyrir að þessu marki verði náð að mestu og að umskiptin á þessu ári verði a.m.k. 100 milljónir króna. Rekstur Háskólans á Hólum kominn í jafnvægi Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 súld Lúxemborg 10 heiðskírt Algarve 24 heiðskírt Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 12 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Akureyri 8 alskýjað Dublin 15 súld Barcelona 20 skýjað Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 13 skúrir Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 15 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Nuuk -6 skýjað París 10 þoka Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn 11 skúrir Amsterdam 13 heiðskírt Winnipeg 2 skýjað Ósló -1 skýjað Hamborg 8 heiðskírt Montreal 12 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Berlín 7 skýjað New York 14 léttskýjað Stokkhólmur 4 heiðskírt Vín 7 skýjað Chicago 19 skúrir Helsinki 1 skýjað Moskva -1 alskýjað Orlando 28 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 31. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.40 3,6 10.52 0,9 16.54 3,6 23.06 0,7 9:09 17:15 ÍSAFJÖRÐUR 0.38 0,4 6.45 1,8 12.57 0,5 18.52 1,9 9:26 17:07 SIGLUFJÖRÐUR 2.32 0,3 8.49 1,1 14.48 0,3 20.58 1,1 9:10 16:50 DJÚPIVOGUR 1.50 1,9 8.04 0,6 14.09 1,8 20.09 0,5 8:42 16:41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Úrkomulítið og víða bjart- viðri. Hiti 0 til 7 stig að deg- inum, en næturfrost víða um land. Á mánudag Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu S- og V-lands, en þurrt á N- og A- landi. Hiti 1 til 7 stig, en í kring- um frostmark NA-lands. Á þriðjudag Austan- og norðaustanátt, rign- ing eða slydda á austanverðu landinu en úrkomulítið vest- antil. Hiti 1 til 8 stig. Á miðvikudag Norðanátt með rigningu og síð- ar slyddu eða snjókomu N- og A-lands, en bjartviðri suðvest- antil. Kólnandi veður. Á fimmtudag Norðlæg átt og él N- og A- lands. Hiti í kringum frostmark. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og skúrir fyrir hádegi, einkum S- og V- lands. Hægari vindur síðdegis, léttskýjað á NA- og A-landi en stöku skúrir annars staðar. Heldur kólnandi veður. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um náms- og starfsráðgjöf fyrir at- vinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunar- miðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi taka þátt í að ná til at- vinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleys- istryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur á grund- velli samnings ASÍ og SA við menntamálaráðu- neytið greitt fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá sí- menntunarmiðstöðvum. Umfang þess starfs eru um 7 föst stöðugildi náms- og starfsráðgjafa á 10 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land. Auk þess hefur verið svigrúm til að greiða fyrir meiri vinnu námsráðgjafa eftir þörfum á hverju svæði fyrir sig. Það má því reikna með að sú aukn- ing sem verður í náms- og starfsráðgjöf með þess- um samningi sé á bilinu 7-9 þúsund einstaklings- viðtöl á ári. Það er viðbót við þá ráðgjafarþjónustu sem Vinnumálastofnun veitir en á þjónustuskrif- stofum hennar starfa um 20 ráðgjafar sem geta áorkað um 20-25 þúsund einstaklingsviðtölum á ári. Markmiðið með samningnum er fyrst og fremst að ná til þess stóra hóps sem er án framhaldsskóla- menntunar og hefur verið lengst á atvinnuleysis- skrá. Þeir sem hafa eingöngu grunnskólapróf, sem síðustu prófgráðu eru um 30% fólks á vinnumark- aði, en yfir 50% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Sami hópur er einnig stærstur af þeim sem eru at- vinnulausir til langs tíma. sisi@mbl.is Atvinnulausir hvattir til virkni Reynt að ná til atvinnulausra án framhaldsmenntunar sem lengi hafa verið á skrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.