Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Áárunum 1930-1945 ljós-myndaði Sigurður Gutt-ormsson (1906-1998),bankastarfsmaður í Vest- mannaeyjum, á þriðja hundrað mannabústaða víðs vegar um landið. Tilgangurinn var að upplýsa um slæm kjör fátækrar alþýðu – raunar beinlín- is að færa sönnur á að hér á landi ríkti stéttaskipting. Myndaalbúm Sigurðar eru varðveitt í Þjóðskjalasafninu þar sem þau bar fyrir augu myndlist- armannsins Unnars Arnar sem unnið hefur bók og sýningu um þetta merka framtak Sigurðar. Sýningin er í Gall- eríi Ágúst við Baldursgötu og ber heit- ið „Um sérstakt framlag Íslands og ís- lensks samfélags til sögu ófullkomleikans“. Svarthvítar ljós- myndir Sigurðar eru hér sýndar í skyggnuformi, og er þeim varpað á vegg gallerísins. Á hverri mynd sést framhlið lítils húss eða kofa; gafl, burst, eða dyr; og er þarna á ferðinni skilmerkileg heimild um húsakost hinna efnaminni. Húsin eru í mörgum tilvikum í mikilli niðurníðslu en þó sést hvernig íbúar hafa af veikum mætti tjaslað hlutum saman og nýtt það sem til fellur. Myndir Sigurðar hafa á sér heimildabrag en sú aðferð Unnars að sýna myndirnar sem skyggnur í rökkvuðu rými ljær þeim vissan fortíð- arblæ, saknaðarkennd eða jafnvel upp- hafningu harðgerðrar alþýðu. List- rænt gildi myndanna er einnig dregið fram eða sú sérstæða fegurð sem fólg- in er í hinu óreglulega, ósamstæða, bjagaða og samsetta. Ljósir fletir magnast á uppstækkuðum myndunum og þeir dimmu renna á mystískan hátt saman við gallerívegginn. Myndirnar eru öðrum þræði lands- lagsmyndir þar sem form, torf og grjóthleðslur ríma við og renna saman við landið, bæði efnislega og á þann myndræna hátt sem margir sakna eft- ir að torfbæir voru flestir jafnaðir við jörðu á 20. öld. Þessi sýning varpar einmitt ljósi á hvernig þetta niðurrif tengdist löngun til að afmá fortíðina og líta einungis fram á veginn samfara vaxandi hagsæld þjóðarinnar. Ljós- myndir sem Unnar Örn hefur klippt út úr tímaritum sem sýna áferðarfalleg, alþjóðleg og nútímaleg húsakynni líkt og komust í tísku hér á landi á 7. ára- tugnum undirstrika nýjar aðstæður og áherslur þjóðarinnar. Ætla má að úrvinnsla Unnars á þessu fundna efni tengist m.a. viðleitni, nú á örlagaríkum tímum, til að líta inn á við, horfast í augu við fortíðina og draga af henni lærdóm, og rifja upp gleymda sögu – sem er ekki langt und- an þegar allt kemur til alls. Bókin er eiguleg og sýningin falleg í einfaldleika sínum. Þetta óvænta samstarf er bæði Sigurði og Unnari til sóma. Gallerí Ágúst Unnar Örn Til 12. desember. Opið mi.-lau. kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Ókeypis inn. ANNA JÓA MYNDLIST Fátæklegt Ein af þeim ljósmyndum sem Sigurður Guttormsson tók af híbýlum Íslendinga á árunum 1930-45. Endur- fundir OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 30. október til 22. nóvember Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M við Valhallarstíg á Þingvöllum Sumarbústaður til sölu Þessi virðulegi bústaður var byggður 1929. Húsið er 125 fm og er á tveimur hæðum. Húsið hefur verið mikið endurnýjað gegnum árin. Lóðarstærð: 5600 fm. Útsýnið þarna er mikið og staðsetningin er einstök. Tilboð óskast. Hægt er að nálgast frekari upplýsinga á netfangi: gammak@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.