Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MÆLDUR viðskiptahalli er mun meiri en sem nemur raunverulegu flæði gjaldeyris til og frá landinu, að því er segir í Peningamálum Seðla- banka Íslands, sem gefin voru út í gær. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam viðskiptahallinn 92 milljörðum króna, eða 12,6 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vöruskipti við út- lönd voru jákvæð á þessum tíma, enda hefur dregið mjög úr innflutn- ingi frá bankahruni. Svokallaðar þáttatekjur voru hins vegar neikvæðar sem nemur 127 milljörðum króna. Í þeim tölum eru meðtaldar reiknaðar vaxtatekjur og áfallin vaxtagjöld vegna gömlu bank- anna. Af þeim sökum endurspegla þær ekki eiginlegt flæði gjaldeyris til og frá landinu og metur Seðlabank- inn það svo að gagnlegt sé að horfa framhjá þessum liðum við greiningu á stöðunni. Ef leiðrétt er fyrir áð- urnefndum þáttum minnkar við- skiptahallinn fyrstu sex mánuði árs- ins úr 92 milljörðum króna í 14 milljarða. Jákvæður leiðréttur jöfnuður Spár Seðlabankans gera ráð fyrir því að óleiðréttur viðskiptajöfnuður verði áfram neikvæður næstu árin, en sé leiðrétt fyrir áhrifum gömlu bankanna verði viðskiptajöfnuður já- kvæður strax á næsta ári og verði það til ársins 2012 hið minnsta þegar gert er ráð fyrir því að hann verði orðinn 4,5 prósent af vergri lands- framleiðslu. Hvað varðar viðskiptahalla þessa árs gerir Seðlabankinn ráð fyrir því að afgangur á vöruskiptum við út- lönd verði umtalsverður á seinni helmingi ársins. Verulega muni draga úr innlendri eftirspurn og út- flutningsverðmæti verði töluvert meira en á fyrri hluta ársins, sökum hærra útflutningsverðs og aukinna tekna af ferðamennsku. Spá hraðri lækkun verðbólgu Hafi Seðlabankinn rétt fyrir sér varðandi þetta má gera ráð fyrir því að þrýstingur á gengi krónunnar verði minni en ætla mætti sam- kvæmt óleiðréttum tölum. Gerir bankinn ráð fyrir því í spá sinni að gengi krónu gagnvart evru eigi eftir að styrkjast aðeins á spá- tímanum og verða tæpar 170 krónur í lok árs 2012. Reyndar veiktist gengi krónunnar í gær um 0,9 pró- sent gagnvart evru og stendur nú í rúmum 185 krónum. Spáir bankinn tiltölulega hraðri lækkun verðbólgu á næstu árum og að hún verði nærri 2,5 prósenta verð- bólgumarkmiði bankans í lok næsta árs. Sú breyting hefur hins vegar orðið frá fyrri spá að nú gerir bank- inn ráð fyrir því að verðbólga lækki aðeins hægar en áður var talið. Viðskiptahalli ofmetinn  Seðlabankinn segir að mældur viðskiptahalli gefi ekki rétta mynd af gjald- eyrisflæði til og frá landinu  Leiðrétta beri fyrir áhrifum gömlu bankanna Morgunblaðið/Kristinn Vextir Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun um að lækka m.a. vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%, en hann segir þessa vexti hafa nú meiri áhrif en stýrivextir á verðbólgu. Leiðréttur viðskiptahalli er mun minni en mældur halli og gerir Seðlabanki ráð fyrir því í Pen- ingamálum sínum að leiðréttur viðskiptajöfnuður verði jákvæður á næsta ári. „ÍSLENDINGUM er mikilvægt að eiga góð sam- skipti við Banda- ríkin sem öfl- ugasta ríki heims,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður. Hann hefur á Al- þingi lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um það hvort nýr sendiherra Banda- ríkjamanna hér hafi tekið til starfa. Einnig er spurt hvort töf á skipun sendiherra tengist uppákomu í tengslum við veitingu fálkaorðu til Carol van Voorst fráfarandi sendi- herra sl. vor, þar sem forsetaemb- ættið kippti að sér hendi. „Ég velti fyrir mér hvort orðumálið tengist því að nýr sendiherra er enn ekki kominn,“ segir Guðlaugur Þór sem einnig spyr hvaða þýðingu það hafi ef Bandaríkin hafa ekki sendiherra hér. sbs@mbl.is Spyr um skipan nýs sendiherra Guðlaugur Þór Þórðarson INNAN við þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur inngöngu í Evrópusam- bandið skv. könnun Rannsókn- armiðstöðvar Háskólans á Bifröst sem unnin var fyrir Stöð 2. Um helmingur sagðist hinsvegar vera hlynntur aðildarviðræðum en 43% andvíg þeim. 17% tóku ekki af- stöðu með eða gegn inngöngu. 859 tóku þátt í könnuninni og svarhlut- fall var tæp 65%. Þriðjungur vill í ESB www.noatun.is 2698 ÍM KJÚKLINGABRINGUR KR./KG1699Öllv er ð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl OG ILMAND INÝB AKAÐ Á DEGI GÓÐ BYRJU N FRÁBÆRT VERÐ STJÖRNU- RÚNSTYKKI 2 TEGUNDIR 49KR./STK. KARTÖFLUR Í LAUSU 129 KR./KG. WEETOS MORGUNKORN 599 KR./PK. GRÍSASTEIK AÐ HÆTTI DANA 999 KR./KG Úrval og þjónusta í Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 50% afsláttur 3 2FYRIR COKE LIGHT 1 L 37% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.