Saga - 1973, Blaðsíða 21
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 17
menni í útliti og öllu líkamsatgervi að sögn Bjarna Þor-
steinssonar.32 Hann naut mikils álits sem reglufastur
embættismaður. Bjarni Thorarensen segir í bréfi til Gríms
frá 24. ágúst 1834: „Dine Embedsprotocoller ere mig en
sand thesaurus“.33 Af bréfi Jóns Sigurðssonar til Þor-
geirs Guðmundssonar, dagsettu 5. desember 1841, má
ráða, að Jón hefur haft mikið álit á Grími sem embættis-
manni. Hann kveðst ekkert hafa á móti því, að Grímur
verði amtmaður á Islandi. E. t. v. væri þó bezt, að hann
fengi Vesturamtið til þess „at rumstere nogle Aar i Regn-
skaberne der, som sikkert trænge til et ordnende Princip“.34
Bjarni Þorsteinsson segir um Grím: „Sem embættismaður
var hann, það eg til vissi, einhver sá ráðvandasti, vand-
virkasti og iðjusamasti, orðu- og reglusamur, eins í smáu
sem stóru, og þess hins sama krafðist hann af þeim, sem
undir hann vóru gefnir“.35
Grímur var vel að sér um margt. Hann var mjög fróður
í lögfræði, en stærðfræði var eftirlætisgrein hans. Grímur
var góður málamaður, og danskan var honum jafntöm
íslenzkunni. Rask segir í bréfi til Gríms frá 4. apríl 1810,
að hann tali dönsku bezt allra Islendinga, sem hann hafi
heyrt til.36 Þeir Rask voru miklir vinir, enda var Grímur
einn af frumkvöðlum Hins íslenzka bókmenntafélags og í
stjóm þess í fyrstu. Grímur var þó að áliti ýmissa sam-
tímamanna um of dansksinnaður. Bjarni Thorarensen segir
í sambandi við stofnsetningu Alþingis, að Grímur vilji
„danicera allt“. Þórður sýslumaður Björnsson í Garði
segir í bréfi til Þórðar Jónassonar 27. jan. 1834, að Grímur
hafi viljað „þrengja Islandi í danskan stakk“.37 Um skeið
var nokkur vinátta með Baldvini Einarssyni og Grími.
Þó fór svo að lokum, að ólíkar skoðanir þeirra urðu tilefni
til vinslita. Grímur skrifaði honum þá bréf, er sýndi „æði
mikið foragt fyrir lslendingum“. Baldvin sendi honum þá
„alvörubréf mikið“, og sagði, að Grímur þekkti ekki Is-
land.38
2