Saga - 1973, Blaðsíða 80
76
ARNÓR SIGURJÓNSSON
reytingur. Ársarður enginn“. Og niðurlag sömu jarðar-
lýsingar: „Yfirhöfuð er jarðarkrílið versta illviðrabæli
og snjóakista". Jarðamatsmönnum okkar fslendinga tókst
svo vel að samræma þær sundurleitu jarðalýsingar, sem
þeir fengu í hendur, að þeirra jarðamat var látið óbreytt
standa í áratug. Jarðamatsmönnum Gissurar biskups tókst
sitt starf þó betur, því að jarðamat þeirra var látið standa
óbreytt að kalla 823 ár. Sýnist þá óþarft að spyrja um,
hvort til þess hafi verið vandað.
Engar íslenzkar heimildir fornar eru til um það, hvernig
að þessu jarðamati Gissurar biskups var unnið. Hins vegar
eru til mjög rækilegar heimildir um það, hvernig unnið
var að fyrirmynd þess, en það var jarðamatið enska 10
árum áður, 1086. Það jarðamat og allar þær skýrslur, er
þá um leið voru gerðar um hag og ástand ensku þjóðar-
innar, er að finna í dómadagsbókunum ensku (Domesday
Book). Tvímælalaust er, að það jarðamat og þær skýrslur
hafa verið fyrirmynd Gissurar að jarðamati hans, „fjár-
lagi“, skattbændatali, og að líkindum einnig Landnámabók,
þó að rök fyrir því séu langsóttari og vafasamari. Fyrir-
myndin að tíundarlögunum er hins vegar sótt í annan stað
aðallega, og verður ekki rætt um það efni hér.
Rétt þykir að gera lítilsháttar grein fyrir enska jarða-
matinu, tilurð þess og heimildum um það, fyrst það jarða-
mat varð svo mikilvægt fyrir sögu okkar og þróun þjóð-
félags okkar.
Rétt fyrir jólin 1085 hélt Vilhjálmur konungur bast-
arður mikinn fund með Witan sínu (eins konar stjórnar-
ráði höfðingjanna), sem þá var byrjað að kalla counsil
að frönskum hætti. Ekki eru skoðanir fræðimanna óskiptar
um það, hvað var tilefni fundarins. Sú skoðun var lengi
ráðandi, að konungi hefði borizt hersaga frá Danmörku
og viljað vera viðbúinn herhlaupi þaðan, jafnt f járhagslega
og hernaðarlega, og því undirbúið miklar en réttlætanlegar
skattaálögur á þjóð sína. Á síðustu árum hefur sú skoðun
orðið meir ráðandi, að Vilhjálmur, er vildi skoða sig sem