Saga - 1973, Blaðsíða 113
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTPJÖRÐUM 109
þau hjón við staðarforráðum á Skarði við andlát Valgerðar
1702. Þorsteinn var látinn 1710, en Arnfríður og dætur
þeirra Þorsteins áttu alls 10 jarðir á Vestfjörðum, en ann-
ars var þeirra jarðagóss mest í Dalasýslu. Helgu eldri, er
var 1710 ógift hjá systur sinni Guðrúnu í Saurbæ, telur
jarðabókin eiganda að 3Vá jörð á Vestfjörðum. Hinar
systurnar, Elín, Ragnheiður, Helga yngri og Guðrún yngri
áttu sínar jarðir í Dölum, á Snæfellsnesi og á Mýrum.
Séra Páll í Selárdal, hálfbróðir Eggerts, dó 1706, en í
Jarðabók Á. M. og P. V. eru nokkrar jarðir taldar í hans
eign 1710, en hafa eflaust verið í umsjá Halldórs sonar hans.
Alls eru taldar 16 jarðir í eign þeirra feðga og Björns
biskups Þorleifssonar, systursonar séra Páls.
Bróðir Björns í Saurbæ og sonur Magnúsar prúða var
Ari sýslumaður í ögri. Niðjar hans voru margir auðugir
nienn, en þó ekki eins jarðsælir á Vestfjörðum og niðjar
Björns bróður Ara. 1710 taldist þó sonarsonur Ara, séra
Sigurður Jónsson í Holti, eiga 10 og hálfa jörð, enda gift-
ur frændkonu sinni Helgu Pálsdóttur frá Selárdal. Ragn-
heiður í Hlíð, dóttir Jóns sýslumanns í Miðhúsum, sonar-
sonar Ara, átti einnig margt jarða í Reykhólahreppi, 8
jarðir alls (ásamt Einari stúdent syni sínum).
Hér hefur nú nokkur grein verið gerð fyrir ætt þeirri,
er mestar jarðeignir átti á Vestfjörðum 1710. Er þar talið
að vísu, að fyrstu drögin til ættarauðs þessa í jörðum megi
rekja til auðjöfranna á 15. öld þar á Vestfjörðum, sem
&erð hefur verið grein fyrir áður, Guðmundar ríka á
Beykhólum og Bjarnar í ögri, er að lokum fékk í sínar
hendur allmikinn hluta Vestfjarðaauðsins. En raunveru-
'ega var grundvöllur söfnunar auðs í jörðum orðinn að
talsvert miklu leyti annar fyrir 1700 en á 15. öld. Þeir,
Sem mestum jarðaauði söfnuðu laust fyrir 1700, voru flestir
sýslumenn, en að vísu af fornum ættstuðlum. Sýslumenn
þessir voru konunglegir embættismenn og innheimtu Jöfn-
Urti höndum skatta til konungsfjárhirzlunnar og afgjöld