Saga - 1973, Blaðsíða 137
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 133
Skólavörðuholtinu. Fyrsta sumarið var borað fyrir spreng-
ingum með handmeitlum eða borum, og upphaflega var
svartpúður notað sem sprengiefni. Var búið um það af
hálfu framleiðanda í sívölum pappahólkum og flutt hingað
til lands í blikkkössum. Hólkunum var stungið inn í bor-
holurnar í berginu og kveikt í púðrinu með tundurþræði
og sprengt í einni holu í hvert sinn. Fljótlega var þó farið
að nota sterkari sprengiefni, fyrsta árið doxarit, sem
sundraði um 7 rúmmetrum af bergi, ef notað var um 2 eða
2,5 kg. við hverja sprengingu. Síðar var notað dýnamit,
sem reyndist helzt til öflugt, og loks aerolit. Þessi efni voru
sprengd eins og nú tíðkast með hvellhettu og rafstraum.
Rafstraumurinn var framleiddur með handknúnum rafli,
sprengihnalli.
Síðar var gufuknúin loftþjappa flutt að námunni. Hún
stóð á fjórum járnhjólum og var færanleg úr stað. Byggt
var skýli yfir loftþjöppuna í hlíðinni ofan við grjótnámið
og þrýstiloftspípurnar lagðar þaðan niður á jafnsléttu.
2 lofthamrar voru notaðir við boranir á sprengiholum, og
voru afköst þeirra um 25—30 metrar á dag, en dýpstu
holurnar voru um 2,5—3 metrar.
Venjulega var sprengt í mörgum holum í einu, og urðu
oft úr ferlegar sprengingar. Kom eitt sinn hnullungur mik-
ill niður á húsþak að Haukalandi og olli nokkrum skemmd-
um. Talsverð hætta fylgdi því að sprengja margar holur
í einu lagi. Ekki var því að treysta, að alltaf brynni saman
í öllum holum, og hugsanlegt, að ein og ein hola yrði eftir
með ósprungnu sprengiefni. Var bergið þess vegna oft kann-
að, og fyndist ósprungin hola, var í fyrstu reynt að krafla
dýnamitið út með járnstöng. Af þessu hlauzt eitt sinn bana-
slys, er verkamaður reyndi að ná út ósprungnu sprengiefni
Uieð meitli. Sprakk sprengifyllingin við þær tilraunir og
slengdist meitillinn á brjóst mannsins nálægt öxlinni og
gekk í gegn. Járnbrautarsporið náði þá alla leið niður að
höfn (AUSTURÁLMAN), og var þegar ekið með mann-
mn í eimreiðinni niður að Steinbryggju, en þaðan var hann