Saga - 1973, Blaðsíða 193
RITFREGNIR
181
verður það þó innan við sex — sjö bindi, ef öllu æfistarfi Tryggva
verða gerð jafnrækileg skil og þeim hluta, sem af er. Landsbank-
inn og Seðlabankinn standa að baki þessu verki og hafa væntanlega
veitt því ríflegan fjárstyrk. Það skýrir strax að nokkru leyti stærð
ritsins. í hópi íslenzkra sagnfræðirita minnir það dálítið á banka-
hallirnar, risnar og fyrirhugaðar, í miðbæ Reykjavíkur.
Annars minnti útgerð ritsins í upphafi mikið á æfisögu Jóns
Sigurðssonar forseta, sem Páll Eggert Ólason skrifaði fyrir Þjóð-
vinafélagið og kom út í fimm bindum á árunum 1929—33. Varla fer
hjá því, að rit Páls hefur að einhverju leyti verið fyrirmynd að
þessu. í báðum ritum var farið af stað með ákaflega breiða og yfir-
gripsmikla frásögn. Fyrstu bindi þeirra voru svo jafnstór, að þar
munar aðeins fjórum blaðsíðum, og brotið var einnig álíka stórt.
Æfisaga Jóns Sigurðssonar hefur verið notuð sem yfirlitsrit um
stjórnmálasögu síns tíma, og ekki er fjarri lagi að ætla, að Þorkell
Jóhannesson hafi hugsað sér að gera atvinnusögu aldarinnar eitthvað
svipuð skil í formi æfisögu Tryggva. Það er að minnsta kosti ljóst,
nð þessu mikla ritverki hefur verið ætlað eitthvert meira hlutverk
en að leiða lesendum fyrir sjónir persónu Tryggva Gunnarssonar.
Þvi fer að vísu fjarri, að æfisaga Jóns Sigurðssonar eftir Pál
Eggert og saga Tryggva eftir Þorkel og Bergstein séu sambæri-
legar í öllum atriðum. Páll Eggert virðist hafa haft óbilandi aðdáun
á söguhetju sinni, sem stundum villti honum sýn. Þorkell og Berg-
steinn eru lausir við alla slika blindu. Það er bæði lofsvert og
þakkarvert, en um leið verður allt óljósara um stefnu verksins og
tilgang. Saga Jóns forseta var reist á persónudýrkunarsjónarmiðum,
sem þá voru mjög í tízku. Hugmyndin að baki hennar var, að stór-
menni sköpuðu söguna, og tækist þeim að skapa farsæla sögu, væri
eftirkomendum skylt að heiðra þá og lofa. Slík sjónarmið eru nú
^lmennt talin úrelt, og um leið er raunar kippt grundvellinum undan
íisavöxnum æfisögum af þessu tagi.
Til þess að skýra þessa staðhæfingu er óhjákvæmilegt að hætta
sér út í nokkuð almennar hugleiðingar um gerð sagnfræðirita. Sá
sögulegi veruleiki, sem er viðfangsefni sagnfræðinga, er engin rás
atburða, sem rakin verði með einhlítum aðferðum. Við verðum að
hugsa okkur hann sem óskipulegan massa atburða, þar sem eitt
tengist öðru á óendanlega margslunginn hátt. Engin leið er til þess
að túlka þennan veruleika þannig í sagnfræðiriti, að það skapi
^ákvæmt líkan af fortíðinni. Sagnfræðingar verða að velja ákveðin
snið i gegnum ákveðna reiti hennar. Þessi snið má velja frá fjöl-
mörgum sjónarmiðum, en í sambandi við þessa bók skipta fjögur
snið aðallega máli:
1- TímasniS. Rekja má atburði i tímaröð eða skrifa annál.