Saga - 1973, Blaðsíða 190
178 JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
hvernig lýsing Jóns ASils á gæðum mjölsins 1756 hefði
getað orðið til.
Eins og þegar hefur verið nefnt, sendi rentukammerið
á hverjum vetri til Hörmangarafélagsins ágrip af kvört-
unum, sem því höfðu borizt frá Islandi vegna verzlunar
liðins sumars. 31. des. 1756 sendi rentukammerið yfirlit
um þær kvartanir, sem borizt höfðu vegna verzlunarinnar
1756, og hér er m. a. ágrip af bænarskránni. Ekki er unnt
að sjá af þessu ágripi, að átt sé við mjölgæðin á Norð-
urlandi 1755 og ekki 1756. Það er freistandi að ætla, að
Jón Aðils hafi ekki stuðzt við bænarskrána sjálfa, heldur
hafi hann notað ágripið og sú notkun hafi átt sér stað
með þeim hætti, að Jón Aðils hafi farið til Kaupmanna-
hafnar að afla sér heimilda til sögu Skúla fógeta og hafi
þá skrifað umrætt ágrip upp úr bréfabók rentukammers-
ins og sú misritun orðið, að „Norder landet“ í bréfabók-
inni hafi orðið að „landet“ í afriti Jóns.1 Síðan hafi hann
unnið úr þeim heimildum í Reykjavík, sem hann hafði
afritað í Kaupmannahöfn, og ekki átt kost á því, af skiljan-
legum ástæðum, að skoða heimildir í Kaupmannahöfn að
nýju til frekara öryggis.
Það er raunar ágizkun ein, að maðkamjölslýsing Jóns
Aðils hafi orðið til með þeim hætti, sem hér hefur verið
lýst, og ekki verður heldur reynt að rökstyðja þetta frek-
ar. Þesari tilgátu er einungis ætlað að sýna, að enda þótt
Jóni Aðils skjátlist hrapalega, er hann lýsir gæðum mjöls-
ins 1756, er samt óþarft að draga í efa, að hann hafi í raun
og veru stuðzt við þær heimildir, sem hann sjálfur vísar
til, er hann skrifaði umrædda lýsingu.
1 f bréfabók rentukammersins er Norder skipt á milli lína>
Nor-der, svo að orðið er hér raunverulega í þrem hlutum.