Saga - 1973, Blaðsíða 157
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928
147
fyrrnefndum húsum hans. Loks voru kol flutt fyrir Lands-
verzlunina, sem var stofnuð 1917, í bing á þeim slóðum,
sem Batteríið var áður. Leiðin, sem vörur þessar voru
fluttar, var raunar mjög stutt, að og frá skipshlið við
Kolabryggju, en afköstin að sjálfsögðu feiknarleg, miðað
við þær flutningaaðferðir sem áður voru þekktar.
Plutningar þessir fóru að mestu fram á árunum 1917—
1918, en næstu ár voru lestarnar ekki notaðar.
Kolabakki 1920—22.
I júlímánuði 1920 voru gerðir samningar við dönsku
verkfræðingana Kampmann, Kjerulff og Saxild um gerð
bólvirkis og mikillar uppfyllingar á þeim stað við höfnina,
þar sem Kolakraninn var reistur árið 1926, og kallaðist
um skeið KOLABAKKI, síðar Austurbakki.
Malarnám í Kringlumýri.
Þegar Kolabakki var fylltur upp, varð að finna nýjan
stað, þar sem möl og sand var að fá, en tiltækilegt fyll-
ingarefni var þrotið í Skólavörðuholti og gryfjunni við
öskjuhlíð. Sunnarlega í Kringlumýrinni er sand- og malar-
borinn jökulruðningur þar sem landið hækkar lítils háttar,
tæpan kílómetra austsuðaustur af Öskjuhlíðinni. Þangað
var lagt spor frá austurálmu járnbrautarinnar (við bæinn
Hlíð) og malarnám hafið með krananum CYCLOP. Upp-
fylling Kolabakka tók fremur langan tíma og var ekki
lokið fyrr en á árinu 1922.
Faxagarður, Klöpp 1925—1928.
Árin 1925—1928 voru lestarnar mikið notaðar. Ný haf-
skipabryggja var gerð norðvestur af Kolabakka, FAXA-
GARÐUR, og umfangsmikil uppfylling í fjörunni við
KLÖPP, niður undan Klapparstíg, undir olíugeyma B. P.