Saga - 1973, Blaðsíða 123
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 119
niður af húsi Nathans & Olsens (Vesturgötu 2). Duus-
bryggja var stærsta bryggja kaupmanna. Næst tók við
Steinbryggjan og niður af Kolasundi Thomsensbryggja
(áður Smithsbryggja) og þá Zimsensbryggja (Siemsens-
bryggja) rétt vestan við Verkamannaskýlið, en þar fyrir
austan var síðasta bryggjan, sem venjulega taldist til
Reykjavíkurhafnar. Sú bryggja hét Fredriksensbryggja.
Upp af henni var verzlunin Timbur og kol, en forstjóri
hennar var Björn Guðmundsson múrari, og var bryggjan
síðar oft kennd við hann. Alllangt fyrir austan BATTERl
var bryggja Völundar við Klöpp, þá bryggjur Kvöldúlfs
nokkru austar, bryggja neðan við hús Sláturfélags Suður-
lands og Sjávarborgarbryggja við Rauðarárvík, þá bryggja
Gasstöðvarinnar skammt austar. Allar voru þessar bryggj-
ur úr timbri nema Steinbryggjan, bryggjur Kvöldúlfs og
Sj ávarborgarbryggj a.
Þegar hafnargerðin í Reykjavík hófst árið 1913 var
íbúafjöldi í bænum innan við 14.000. Meginbyggðin náði
lengst austur að Barónsstíg, og lengst í suðurátt að Berg-
þórugötu/Njarðargötu. Vestan við miðbæinn var byggð
einkum fram með og norðan við Vesturgötu og þaðan
suðvestur fram með Bræðraborgarstíg og vestur milli
hans og Framnesvegar að Sellandsstíg. Á árum hafnargerð-
urinnar var lítið um íbúðarhúsabyggingar í bænum, enda
skortur mikill á húsnæði, rýr atvinna og fátækt hjá þorra
uianna.
Þá var nýlega hafin smíði húsa úr steinsteypu í Reykja-
vík, og fyrsta gatan var malbikuð, Austurstræti, árið 1912.
Til þeirra framkvæmda var flutt til landsins fyrsta gatna-
gerðarvélin, gufuvaltari frá Avelin & Porter LTD, Rochest-
er> Englandi. Hún var upphaflega kölluð manna á meðal
Bfiet Knútsdóttir, síðar Briet eingöngu, til heiðurs þeim
^rieti Bjarnhéðinsdóttur og Knud Zimsen bæjarfulltrúum,
en þau höfðu háð langa og stranga baráttu í bæjarstjórn