Saga - 1973, Blaðsíða 102
98
ARNÓR SIGURJÓNSSON
að heimildir hafa komið í hendur annars staðar frá. En
jarðamatið á Vestfjörðum, jafnt á landkostum og húsum,
virðist um flest hafa fylgt sömu lögum og hefð og annars
staðar á landinu. Þó munu jarðir þar sízt hafa haldið verr
raungildi sínu, meðan fiskur gekk þar inn í firði, svo
sem víðast var fram á 19. öld. Þar var einnig sums staðar
auðveldara um öflun trjáviðar til viðhalds húsakosti en ann-
ars staðar á landinu.
II. Eigendur jarðanna.
Frá því um 1100 og fram á þessa öld var eignarhald
á jörðum að því leyti öðruvísi á Vestfjörðum en annars
staðar á landinu, að kirkjueigna gætti þar miklu minna.
Biskupsstóllinn í Skálholti seildist þangað aldrei til jarð-
eigna, klaustur var þar eigi stofnað, nema sem snöggv-
ast í Flatey á Breiðafirði og flutt þaðan eftir tólf ár,
og flestir hinir ríkustu kirkjustaðir voru í bændaeign.
Þeir kirkjustaðir, sem kirkjan átti á Vestfjörðum á 15.
öld voru Staður á Reykjanesi, Gufudalur, Selárdalur, Otrar-
dalur, Álftamýri, Sandar í Dýrafirði, Holt í Önundarfirði,
Eyri í Skutulsfirði, Snæfjöll, Staður í Grunnavík, Staður
í Steingrímsfirði, Tröllatunga og Kálfanes. Selárdal, Sönd-
um, Holti og Stað í Steingrímsfirði fylgdu nokkrar jarð-
eignir aðrar, en enginn þessara staða taldist meðal hinna
stærstu staða á 15. öld, þó að Selárdalur væri að vísu
mikils metinn síðar. Þessir kirkjustaðir voru hins vegar
í bændaeign að hálfu eða meir, og þá um leið undir yfir-
ráðum auðugra bænda: Garpsdalur, Reykhólar, Múli á
Skálmarnesi, Flatey (kirkjan átti 25 hdr.), Brjánslækur,
Hagi, Saurbær (á Rauðasandi), Stóri-Laugardalur, Hrafns-
eyri, Hraun í Dýrafirði, Mýrar (kirkjan átti 25 hdr.),
Núpur, Sæból, Hóll í Bolungarvík, Eyri í Seyðisfirði,
Vatnsfjörður, Kirkjuból í Langadal, Kaldaðarnes, Fell
o. fl. Talið er að kirkjur á ýmsum þessum kirkjustöðum
ættu nokkrar hinna smærri jarða, en raunverulega höfðu
bændurnir á kirkjustöðunum þá öll umráð yfir þeim, og