Saga - 1973, Blaðsíða 124
120
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
fyrir kaupum á tækinu. Fyrstu varanlegu gatnagerðina má
þó ef til vill telja steinlagningu Pósthússtrætis að Stein-
bryggjunni árið 1906. Vatnsveitan tók til starfa 1909, og
1. september 1910 var kveikt á fyrstu götuljóskerunum,
en eldsneytið kom frá Gasstöðinni nýju við Hverfisgötu.
Rafmagn til almennra nota var hins vegar ekki fáanlegt
fyrr en eftir vígslu rafstöðvarinnar við Elliðaár 27. júní
1921.
Þar til lagning járnbrautarinnar hófst í marz 1913,
voru einu tækin, sem völ var á til flutninga, handvagnar
og léttir hestvagnar og kerrur. Bifreið var þá engin til í
bænum, en 20. júní sama ár kom fólksbifreið (Ford)
þeirra Sveins Oddssonar og Jóns Sigmundssonar frá Kan-
ada. Bifreið D. Thomsens, sem hingað kom sama mánaðar-
dag 9 árum áður hafði skjótt verið flutt aftur úr landi.
En bifreiðum f jölgaði fremur ört næstu árin. Næstu fólks-
bifreið í eigu Reykvíkinga flutti Jónatan Þorsteinsson
til bæjarins 6. desember 1913 (Overland), en fyrsti vöru-
bíllinn kom á vegum Sveins Oddssonar 21. júlí næsta ár.
Bíllinn hefur sennilega borið innan við hálft tonn. Fyrsta
gufuskipið í eigu landsmanna, er annast skyldi millilanda-
siglingar m. a. var GULLFOSS. Hann kom til Reykjavíkur
16. apríl 1915. Togarar voru 16 að tölu árið 1913.
Aðdragandi.
Saga hafnargerðarinnar er löng og slitrótt, allt frá því
er hafnarnefnd var fyrst skipuð í bænum 1856 og lán þá
tekið úr Thorkillisjóði til greiðslu á innsiglingarmerkjum
og þar til loks var ákveðið hálfri öld síðar, að gera
nútímalega höfn í Reykjavík. Sú saga verður ekki rakin
hér, en vísað til annarra heimilda um þau efni.
Borgarstjóri í Reykjavík árið 1913 var Páll Einarsson,
en aðrir bæjarfulltrúar, sem margvísleg afskipti höfðu af
hafnarmálunum, voru einkum þau Briet Bjarnhéðinsdóttir,
Jón Jensson, Jón Þorláksson, Klemens Jónsson, Knud