Saga - 1973, Blaðsíða 183
MAÐKAÐA MJÖLIÐ 1756
171
arriverede, saa ved deres udeblivelse kunde ikke nogen
Mangel existere. Der siges at være leveret andet godt Mehl
i stæden for det af Ormer ankomne mens Hvor mon det Mehl
blev taget fra, andenstædes end af den liden provision som
blev tilfprt? — f0lgelige maatte provisionen derfore
skorte."
Þannig fellst Skúli óbeint á það, sem félagsstjórnin
fullyrðir, að þeir, sem hafi keypt maðkað mjöl, hafi fengið
skipt á því og óskemmdu mjöli, en heldur hins vegar
fast við það, að mjölflutningar á framangreindar hafnir
hafi verið allt of litlir umrætt ár (1755) og rýrnað þar
að auki vegna skipta á möðkuðu mjöli,
Nú er spurningin, hvers vegna Skúli bregzt svona við.
Eina eðlilega skýringin er sú, að hann hafi talið ummæli
bænarskrárinnar um maðkað mjöl röng eða að minnsta
kosti stórlega ýkt. Spyrja mætti að vísu, hvort hugsanlegt
væri, að Skúla hefði verið ókunnugt um gæði mjölsins
1755 og þess vegna ekki treyst sér til að standa við um-
mæli bænarskrárinnar hér að lútandi. Miðað við allar að-
stæður verður þó að telja það alveg útilokað, að það
hefði farið fram hjá honum, ef mjöl 1 heilan landsfjórðung
árið 1755 hefði verið óætt vegna ormaskemmda. Þekk-
ing Skúla á því atriði er óvéfengjanleg, þegar haft er í
huga, að landfógeti átti að líta eftir verzluninni, að embætt-
isbréf Skúla til rentukammersins á þessum árum bera
Því vitni, að hann fylgdist nákvæmlega með ástandi lands-
ins og verzluninni, og hann á í harðri baráttu við Hör-
niangarafélagið, sem hann vill láta svipta verzlunarleyfinu.
Pleiri heimildir eru til um þetta mál, og skulu þær nú
athugaðar.
Eins og þegar hefur verið nefnt, var það meðal verk-
efna sýslumanna að skoða þann varning, sem fluttur var á
hafnirnar, og skyldu þeir senda rentukammerinu allná-
kvæma skrá um innflutta vöru á hverri höfn og álit skoð-
Unarmanna á gæðum vörunnar. Slík skoðun var framkvæmd
í upphafi kauptíðar, er Islandsförin komu á hafnir sínar,