Saga - 1973, Blaðsíða 178
166
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
er í neinu bréfi minnzt á gæði innfluttrar vöru þetta ár,
1756. Hins vegar nefnir Magnús amtmaður, að „troværdige
Mænd“ hafi sagt sér, að mjölið hjá Eyjafjarðarkaupmanni
sumarið áður, 1755, hafi reynzt skemmt af maðki, „at
mehlet skal have været bedærvet af orme“.
Nr. 2572 er bréf frá Skúla fógeta til rentukammersins
dagsett í Viðey 9. okt. 1756. Bréfi þessu fylgja ýmis skjöl,
tölusett 1—17. Bréfið fjallar um nokkur atriði varðandi
verzlunina og ástand landsins. Nefnt er, að skipin til Hofs-
óss og Skagastrandar hafi ekki komizt á hafnir sínar
þetta ár. 1 bréfinu er ekki minnzt á gæði innfluttrar vöru
þetta umrædda sumar, 1756. Fylgiskjölin eru:
1. Afrit af áskorun til Magnúsar Gíslasonar amtmanns
frá Skúla Magnússyni, Birni Markússyni, Bjarna Halldórs-
syni, Arnóri Jónssyni, Magnúsi Ketilssyni, Guðmundi Run-
ólfssyni, Brynjólfi Sigurðssyni og Þorsteini Magnússyni.
Þetta snertir ekki gæði innfluttrar vöru 1756.
2. Afrit af yfirlýsingu Magnúsar Gíslasonar amtmanns,
dagsettri af Alþingi 16. júlí 1756. Þetta snertir ekki gæði
innfluttrar vöru 1756.
3. Yfirlýsíng L. Budtz Grindavíkurkaupmanns, dagsett
20. júlí 1756. Þetta snertir ekki gæði innfluttrar vöru 1756.
4. Yfirlýsing, undirrituð af Guðmundi Runólfssyni og
fleirum, dagsett í Grindavík 20. júlí 1756, og snertir þetta
ekki gæði innfluttrar vöru 1756.
5. Yfirlýsing S. Christensens Bátsandakaupmanns 26.
júlí 1756, og fjallar þetta ekki um gæði innfluttrar vöru
1756.
6. Yfirlýsing, undirrituð á Bátsöndum 22. júlí 1756 af
Guðmundi Runólfssyni og fleirum, og snertir þetta ekki
gæði innfluttrar vöru 1756.
7. Yfirlýsing, dagsett í Keflavík 28. júlí 1756 og undirrit-
uð af J. Haagen, kaupmanni Hörmangarafélagsins, og er
hér ekkert minnzt á skemmt mjöl eða maðk.
8. Yfirlýsing, dagsett í Keflavík 23. júlí 1756 og undir-