Saga - 1973, Blaðsíða 108
104
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Brjánslæk, Saurbæ, Núpi, Kaldaðarnesi í Strandasýslu
og Felli í Kollafirði nyrðra. Hann hafði einnig mikla útgerð
og hefur þar að auki eflaust grætt á viðskiptum við Eng-
lendinga, sem stunduðu siglingar hingað og höfðu hér mikil
viðskipti. Miklar heimildir eru í vitnisburðarbréfum um
yfirgang hans í viðskiptum við samtímamennina, og hafa
þær líklega að einhverju leyti við rök að styðjast. En
varlegra er þó að gera ráð fyrir, að yfirgangur hans sé
orðum aukinn, því að vitnisburðimir voru teknir og fengnir
af mönnum, sem voru að sölsa undir sig eignir hans og
hlífðust ekki við. Víst er, að þótt Guðmundur tæki við mikl-
um jarðeignum af föður sínum, fóru þær eignir mjög vax-
andi í höndum hans. Tekið hafði hann við Reykhólaeignum,
Brjánslækjareignum (er faðir hans hafði keypt) og jörðum
þeim, er fylgdu Núpi; jarðeignir á Rauðasandi fékk hann
við kvonfang, en aðrar mun hann hafa keypt, svo sem
Fellseignir í Kollafirði. Heimildir hafa ekki fundizt um,
hvernig hann fékk 1 hendur þær miklu jarðeignir, sem
fylgdu Kaldaðarnesi, en svo virðist sem lítið hafi þótt at-
hugavert um það. Þegar eignirnar voru af honum dæmdar
og skýrsla um það gerð 1446, var hann tvímælalaust mesti
jarðeigandi á Vestfjörðum og líklega á landinu öllu, einnig
hafa jarðir hans verið í betra ástandi en jarðir flestra
ef ekki allra annarra. Sérstaklega voru höfuðból hans ágæt-
lega setin og vel hýst og rausnarbragur á öllum hans bú-
skap.1
Aðrir helztu jarðeigendur um miðja 15. öld voru Vatns-
firðingar við Djúp. Svo virðist sem á dögum Einars Eiríks-
sonar í Vatnsfirði hafi veg Vatnsfirðinga farið hnignandi
og hafi Einar ekki átt skilborna erfingja. En sonur hans,
Björn Jórsalafari, sem fræðimenn telja nú, að hafi verið
laungetinn, keypti Vatnsfjörð fyrir margfalt virðingarverð
1 Af athugunum, sem gerðar hafa verið eftir að ritgerð þessi
var skrifuð verður Ijóst, að Ólöf systir hans hefur átt sumt af
þeim jörðum er fylgdu Núpi 1446 og taldar voru i eigu hans.