Saga - 1973, Blaðsíða 140
136
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
fyrst í stað, þar sem bryggjan náði enn aðeins stutt frá
landi, og einnig var uggur í mönnum um burðarþol bryggj-
unnar. Um kl. 6 að morgni, fyrstu vikuna sem unnið var
að uppfyllingu við hafnargerðina, lagði eimreiðin MIN0R
af stað frá Öskjuhlíð með grjóthlass á 10 pallvögnum í
eftirdragi áleiðis út á Granda. Páll og Ólafur voru einir
í eimreiðinni, og stjórnaði Ólafur að því sinni. Lestin hélt
sem leið lá yfir Vatnsmýrina og Melana fram með Bráð-
ræðisholti, niður að sjó og stanzaði við SKIPTISPORIÐ
milli Ánanausta (Alliance) og Sóttvarnarhússins.
Niðri á bryggjunni biðu þeir Jón úr Mörk verkstjóri,
Guðmundur Jónsson, Þórður Erlendsson og fimm aðrir
verkamenn eftir lestinni. Lágsjávað var, og stóð öll bryggj-
an og Grandinn undir henni upp úr sjó.
Eimreiðinni var nú ekið aftur fyrir vagnatrossuna á
skiptisporinu, aftasti pallvagninn tengdur með eigin keðju
og keðjunni á króknum milli höggskálanna aftan á stýris-
húsi eimreiðarinnar, og vögnunum síðan ýtt á undan eim-
reiðinni síðasta brautarspottann að bryggjunni og ekið
mjög gætilega út á bryggjuna, svo sem venja var. Gott
skyggni var út um gluggana á gafli stýrishússins og opnar
dyr á hliðunum. Eimreiðin snéri afturenda að vagnalestinni,
eða ók öfug, eins og skýrt verður nánar í síðari kafla.
Áhöfnin, þeir Páll og ólafur, höfðu nána gát á vögnunum,
sem mjökuðust út eftir mjórri bryggjunni, og mönnunum
átta — er stóðu annars vegar við sporið á þröngum gang-
pallinum.
Lestin nam staðar og verkamennimir byrjuðu að hvolfa
grjótinu af vögnunum. Allt í einu kvað við snarpur brestur,
og kippur fór um vagnana. Stórt bjarg hafði lent utan í
einum af ytri burðarstólpunum og brotið hann og nú bar
allt að í einni svipan, bitar undir sporinu létu undan, fremsti
vagninn hallaðist til hliðar og rann út af sporinu og þá
allir vagnamir hver af öðrum í einni bendu, en verkamenn-
imir hröktust undan vögnunum og féllu með þeim niður í
fjöruna. Þeir Páll og ólafur áttuðu sig fljótt á því, hvað