Saga - 1984, Page 14
12
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR
hjónabands.8 Enn eftiitektarverðara er að samfélagið gat leyst upp
hjónabönd sem komust í fjárþrot og börn, sem fæddust eftir að
foreldrar þeirra höfðu skilið vegna fátæktar, voru óskilgetin sam-
kvæmt skilningi laganna. Frá félagslegu sjónarmiði var það engin
óhæfa að vera fæddur utan hjónabands en bæði siðamat og lög
kröfðust þess að sérhvert barn skyldi rétt feðrað.
Annað heitið fyrir hjónaband, hjú eða hjón, var fyrst og fremst
notað um heimilisfólkið í heild, húsfreyjuna, bóndann og þjón-
ustufólkið.9 Hjú vísar þannig fyrst og fremst til vinnufélagsskap-
ar, þ.e. reksturs bús —efnahagslegrar undirstöðueiningar norræna
bændasamfélagsins.
Priðja heitið, að kona og karl festu ráð sín, endurspeglar fyrst
og fremst gagnkvæmt samband aðilanna. í hjónabandinu höfðu
karlinn og konan hvort sitt valdsvið.10 í lögunum er það, sem
konan átti að ráða yfir, kallað að vera „innan stokks“. Afþessu sést
að íslenskar konur verkuðu og tilreiddu stærstan hluta af mat-
vælum og klæðum þjóðarinnar, en að auki unnu þær mikilvæg-
ustu útflutningsvörur íslendinga, ull og ullarvörur ýmiss konar.
Þessi atvinnuskipting breyttist ekkert að ráði öldum saman nema
hvað fiskur, sem féll undir yfirráð karlanna, varð helsta útflutn-
ingsvara landsins frá miðri 14.öld. íslenska ullin er álitin ein sú
besta í heiminum, ytra lagið, togið, er grófgert en innra lagið,
þelið, fíngert og sérlega hitaeinangrandi. Vinnsla ullarinnar var
fljótlega stöðluð í mismunandi gerðir vaðmáls og gæði og mæli-
einingar voru lögfest, sjálfsagt ekki síst vegna þess að vaðmálið
var notað sem gjaldmiðill. Notkun vaðmáls sem verðeiningar
bæði innan- og utanlands hafði í för með sér að vinnsla ullar varð
sérstök starfsgrein. Og þennan vinnufreka heimilisiðnað stund-
uðu konur í umsjá húsfreyjunnar á bænum.11
Það er ekki síst með samanburði við giftar konur í borgum að
mikilvægi starfa íslenskra kvenna kernur skýrt í ljós. Borgarkonan
tók sjaldnast þátt í eiginlegri framleiðslu samfélagsins. Hún var
aðallega heimavinnandi húsmóðir sem sá um heimilið og kjarna-
fjölskyldu eða bara takmarkaðan fjölda fjölskyldufólks.
Bandaríski félagsmannfræðingurinn Ralph Linton, sem gert
hefur athuganir á fjölskyldunni og hjónabandi urn allan heim,
heldur því fram að einkvæni hafi verið algengast í hinum ýmsu
menningarsamfélögum mannkynssögunnar. Og þar sem fjöl-