Saga - 1984, Page 28
26
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR
Aftanmál
1. Ég mun á öðrum vettvangi gera nánari grein fyrir sérkennum stjórnskipulags
á íslandi á miðöldum. Um löggjafarstarfið sjálft vísast til „Oral Tradition -
Literary Tradition", Symposium in Odense, 1977, bls. 117, þar sem birt er
samantekt á munnlegu framlagi mínu til fyrirlesturs P. Footes, „Oral and liter-
ary tradition in early Scandinavian law“.
2 Þó að Eddukvæðin hafi fyrst verið skráð á 12. öld, vitum við úr kvæðum nafn-
greindra höfunda, frá 9. og 10. öld, að gert var ráð fyrir að áheyrendur þeirra
þekktu efni Eddukvæðanna. í þessum tveimur heimildum er um sama hug-
myndaheim að ræða. Án þekkingar á þessum goðsögnum væri stærsti hluti af
kvæðum fyrrgreindra höfunda lítils virði. Sjá um þetta m.a. greinar A. Holts-
marks í Kulturhistorisk leksikott III, 480-487 og XII, 108-112.
3 Eddukvœði I. Útg. Guðni Jónsson (1949), bls 67-82. Eins og svo mörg Eddu-
kvæði eru Vafþrúðnismál einnig í samtalsformi. í 32. erindi spyr Óðinn hvernig
jötunninn ógurlegi hafi eignast afkvæmi án þess að hafa samrekkt tröllkonu. Og
í næsta erindi svarar Vafþrúðnir að mey og mögur vaxi saman undir öðrum
handlegg jötunsins. Samræðunum er beint að endalokum heimsins og í 44.
erindi spyr Óðinn hvað af mannkyninu muni lifa af Fimbulvetur. Því svarar
Vafþrúðnir í 45. erindi: „Líf og Lífþrasir, en þau leynask munu í holti
Hoddmímis, morgindöggvar þau sér að mat hafa, en þaðan af aldir alask.“
4. Eddukvæðil, tilv. útg., bls. 1-22. Kvæði þetta er lagt í munn gamallar konu sem
kveður sér hljóðs á þingi til að segja frá löngu liðnum tíma og því að eftir
Ragnarök rísi ný jörð úr ægi. Um tilurð mannsins sjá einkum 17. og 18. erindi
Völuspár.
5 Edda Snorra Sturlusonar. Útg. Guðni Jónsson (1949), bls 9-32. í 9. kafla Gylfa-
ginningar segir frá því hvernig Óðinn og bræður hans fóru að því að skapa
manninn. Þegar á 6. öld fylgdi kristin kirkja þeirri kenningu að heiðin goð og
goðsagnir ýmissa þjóða væru af mannlegum uppruna. Rúmum sex hundruð
árum síðar ritar Snorri um þetta efni hvað Norðurlönd snertir en þau voru þá
orðin hluti afyfirráðasvæði kaþólsku kirkjunnar. A. Holtsmark hefur tekið upp
ráðandi túlkun á opinberri afstöðu kirkjunnar til trúarbragða sem tíðkuðust
fyrir kristnitöku, og hefur mjög lauslega yfirfært hana á túlkun Snorra á gömlu
norrænu goðsögnunum. Hvað Gylfaginningu varðar, fjallar Snorri einkum um
trúarkenninguna, heimsmyndunina og heimsslitin. Þegar allt kemur til alls
hefur Snorri æskt þess hér að sýna okkur heiðnu heimsmyndina sem rangfærslu
á þeirri réttu, þ.e. heimsmynd kirkjunnar. ( Sjá A. Holtsmark, Studieri Snorres
Mythologi, 1964). Það er ekki síst með samanburði við önnur verk Snorra - hin
sagnfræðilegu - að túlkun, sem Holtsmark eignar Snorra, verður að víkja fyrir
túlkun sem hann í staðinn notar til að kanna og vísa lesendum veginn inn í tíma
sem er í þann veginn að hverfa. í Eddu er markmið Snorra að lýsa siðfræði og
öllum hugmyndaheimi forfeðranna en í konungasögunum lýsir hann tilteknum
atburðum úr fornri norrænni sögu í ljósi reynslu sinnar sem stjórnmálamanns.
6. Sjá nánar um þetta E. Durkheim, The elementary forms of religious life (ensk þýð.
1915); R.H. Lowie, Primitive retigion (1924); R. Benedict, Pattems of culture
(1935).