Saga - 1984, Side 29
STAÐA KVENNA Á ÞJÓÐVELDISÖLD
27
7 Á öllu norræna málsvæðinu rekumst við oft á orðiðfœlagh, einkum í elstu lög-
unum. í gamla, norræna bændasamfélaginu var búrekstur langalgengasta sam-
vinnuformið og þar var vinnuafl karla og kvenna jafn mikilvægt. Þar af leiðir að
hjónabandið var hið algengastafœlagh. Það var einkum á norræna málsvæðinu,
þar sem siglingar voru miklar og verslun lífleg, að heitið félag var smám saman
notað jöfnum höndum um hluthafa í útgerð og um hjónaband. Burtséð frá
lögunum sést í samtímaheimildum frá lokum þjóðveldisaldar að notkun orðsins
félag í sambandi við hjónaband tíðkaðist aðallega meðal efnafólks. Þegar t.d.
hinn vellríki Snorri Sturluson gifti eina af dætrum sínum, var sagt um eigin-
manninn: hafði hann Brautarholt til félags við hana og mikið fé annað"
(Sturlunga saga I. Útg. Jón Jóhannesson o.fl.(1946), 271). f samtímasögum má
finna mörg dæmi um það að aðilar létu sér nægja að stofna félag ef álitið var að
konan í væntanlegri sambúð væri komin úr barneign. Þá var ekki lagður fram
mundur en það var sú athöfn er tryggði börnum arf eftir foður sinn. Þannig er
sagt frá því í Sturlusögu sem gerist á miðri 12. öld - þegar flestir prestar á íslandi
voru enn kvæntir - að auðug ekkja hafi flust til prests nokkurs „og gera þau félag
s>tt.“ (Sturlunga saga I, tilv. útg., bls. 23). Það var einkum ef um miklar eignir
var að ræða hjá báðum hjónum að hægt var að stofna félag, nefnt helmingarfélag
(Sturhmga saga I, tilv. útg., bls. 30). Sjálft orðið félag er einfaldlega myndað með
því að skeyta saman tvö sjálfstæð orð og það merkir sameining eigna. Á íslensku
hefur orðið smám saman farið að merkja formlega samvinnu einhvers konar.
8 Sjá Crágás I (Konungsbók). Útg. Vilhjálmur Finsen (1852), bls. 38 og áfram.
9 Að heitið hjón tekur fyrst og fremst yfir vinnufélaga, sést meðal annars á því að
hægt var að nota það um skipsáhöfn og að hjón á bæ var það vinnuafl sem var
a staðnum, bæði karlar og konur, án tillits til hjúskaparstéttar . Af þeim þremur
heitum yfir hjónaband, sem nefnd voru í textanum, var hið síðastnefnda, festa
táð sitt, algengast á þjóðveldisöld, bæði ílögum og frásagnarheimildum. Samt
var það heitið hjón sem sigraði með tímanum því að nú er algengast að nota
10 hjónaband á íslensku - einnig í lagamáli.
rnálnotkun þjóðveldisaldar rekumst við á orðið ráð í ýmsu samhengi og merk-
lng þess er oft einhvers konar völd (yfirráð). „Festa ráð sitt“ merkir einfaldlega
að giftast og samhliða því má nefna að „taka staðfestu" merkir að taka við búi
eða setjast í bú. Orðið ráð í merkingunni umsjón með búrekstri hefur fætt afsér
heitin ráðsmaður um þann sem hefur umsjón með bústörfum utanhúss og ráðs-
kona um þann sem ber ábyrgð á innanhússtörfum. Og þessi heiti eru einnig
notuð þegar hlutaðeigendur eru hvorki hjón né heldur skyld eiganda búsins.
Bæði heitin hafa haldist í íslensku máli allt fram á þennan dag.
Sjá nánar í þriðja kafla.
SjáR. Linton, The study of man (1936), bls. 152-188.
^ Sjá Þorláksss'ógu helga, biskups í Skálholti (1178-1193). Sjá einnig svonefndan
Oddaverjaþátt, sem fjallar umjón Loftsson, ogennfremur Páls sögu biskups. Páll
Skálholtsbiskup (1195-1211) var einmitt sonur Ragnheiðar ogjóns. Allar þrjár
heimildirnar eru ritaðar skömmu eftir atburðina af höfundum sem þekktu þessar
(jölskyldur náið. (Byskupa sögur I. Útg. Guðni Jónsson (1948), bls. 38-81, 137-
16ú 263-295.)
Ú Islendingasaga - þessi víðtæka samtímalýsing á þjóðveldinu 1180-1264-er rituð