Saga - 1984, Qupperneq 30
28
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR
af Sturlu Þórðarsyni lögmanni sem um langt árabil var höfðingi á Vesturlandi.
Þær aðstæður, sem hann ræðir hér í sambandi við Sturlu Sighvatsson, frænda
sinn, tengjast lífi höfundarins sjálfs og eru hluti mjög nákvæmra skýringa á sögu
Sturlunga á fyrrnefndu tímabili (Sturlunga saga I. Utg. Jón Jóhannesson
o.fl.(1946), bls. 51 og áfram, 242,285,299 og áfram, 480 og áfram; II, bls. 80 og
áfram). 1 sumum frillusamböndum, sem vel þekkt eru úr Islendingasögu þar sem
einkum er fjallað um helstu höfðingjafjölskyldurnar, er að sjálfsögðu ekki alltaf
um skort á fjármunum að ræða. Stéttarmunur gat einnig haft þau áhrif að sam-
band karls og konu gat ekki orðið að hjónabandi.
15 Jónsbók. Útg. Ólafur Halldórsson (1904), bls. 85 og áfram. Þegar Kristinréttur
yngri var samþykktur 1275, urðu hjónabönd kirkjuleg málefni og var nú lagt
blátt bann við því að kirkjunnar menn kvæntust. Þar sem strangt eftirlit var haft
með því að prestar, munkar o.fl. lifðu einlífi, var þarna að sjálfsögðu talsverður
hópur karla sem hvarf af hjónabandsmarkaðnum og hlýtur það að hafa leitt til
nokkurs ójafnvægis í skiptingu kynjanna. Þetta virðist hafa haft þau áhrif að
frillum fjölgaði, þrátt fyrir það að kirkjan væri mjög andvíg frillulifnaði, ekki
síst þegar um starfsmenn hennar var að ræða. En hertar reglur kirkjunnar um
sifjaspell - auk áðurnefnds munar á eignurn og þjóðfélagsstétt aðilanna - áttu nú
þátt í því að færri karlar og konur áttu kost á hjónabandi en áður. Sifjaspell eru
þekkt meðal flestra þjóða heims og hugmyndir um bannhelgi í sambandi við
blóðskömm eru undirstöðuþættir í nær öllum menningarsamfélögum. Kirkjan
víkkaði sifjaspellahugtakið svo mjög að það fór að taka til fjarskyldra ættingja og
einnig til andlegs skyldleika, guðsifja. Við rekumst á eina þessara nýju reglna
þegar í Kristinrétti hinum eldra í sambandi við guðsifjar við barnskírn. í sér-
stökum neyðartilfellum gat átt sér stað að faðir sæi sig tilneyddan til að skíra barn
sitt sjálfur en slíkt hafði í för með sér að hann varð strax að skilja við eiginkonu
sína, móður barnsins (sjá Grágás I, tilv. útg., bls. 6). Sektargreiðslur til
kirkjunnar gátu bætt úr sumum bönnum en þessi leið var ekki sérlega greiðfær
efnalitlu fólki, sem vildi ganga í eða viðhalda hjónabandi, þrátt fyrir ýmsa nýja
meinbugi á því.
16 Þessar hugleiðingar mun ég skýra nánar í öðru samhengi.
17 Sjá Ólafur Lárusson, Lög og saga (1958), einkum bls. 119-134. Lagasafn þjóð-
vcldisins, Grágás, var leyst af hólmi eftir tiltölulega skamman tíma af Járnsíðit,
sem Sturla Þórðarson og Magnús konungur lagabætir sörndu, en ákvæði hennar
voru í allt of ríkum mæli sniðin eftir norskum lögum og því ekki fullnægjandi
fyrir íslendinga. Jónsbók, sem var því nær öll samþykkt aflögréttu árið 1281, var
í meginatriðum byggð á Grágás, með allnokkrum breytingum þó, sem ekki síst
stöfuðu af því að þá var ísland komið undir yfirráð Noregskonungs og kirkjan
hafði náð föstu taki á veigamiklum þáttum í norrænu samfélagi. Síðan hefur
Jónsbók verið undirstaða íslenskra laga fram á þennan dag og þannig hefur gamla
Grágás lifað áfram í mörgum greinum, ekki hvað síst ef litið er til hugmynda um
stjórnskipulag og samfélag á samvinnugrundvelli.
18 Sjá Grágás I, tilv. útg., bls. 1-37.
19 Um þróun þessarar samlögunar í tímatalsútreikningi á þjóðveldisöld sjá Ólafía
Einarsdóttir, Studier í kronologisk metode i tidlig isiandsk historieskriutiing (1964).
20 Grágás I, tilv. útg., bls. 37.