Saga - 1984, Síða 31
STAÐA KVENNA A ÞJÓÐVELDISÖLD
29
21 Grágás II, tilv. útg., bls. 29-75.
22 Grágás II, tilv. útg., bls. 38 og áfram.
23 Þorlákur Skálholtsbiskup lést árið 1193 og var örfáum árum síðar tekinn íhelgra
manna tölu, fyrstur íslendinga. í tilefni þess var saga hans rituð. Hún ber nokk-
urn svip af frásögnum um ævir heilagra manna. Höfundurinn hefur greinilega
þekkt Þorlák vel og í lok ævisögu hans telur hann upp hin mörgu góðverk, sem
biskupinn gerði á embættistíð sinni, þar á meðal hvernig hann reyndi að koma
fram hugmyndum kirkjunnar í sambandi við hjónabönd sem lá við gjaldþroti.
(Byskupa sögur I, tilv. útg., bls. 67 og áfram.) Sjá nýjar reglur Þorláks um hvað
var kynferðislega syndsamlegt, íslensktfornbréfasafnsafn I, bls. 237 og áfram.
24 Kaflinn um þetta er ekki í gerð Konungsbókar af Grágás en hlýtur að hafa orðið
út undan af slysni þar sem ákvæðin um þetta cru samhljóða í hinum tveimur
yngri gerðum af Grágás. Sjá Staðarhólsbók, útg. Vilhjálmur Finscn (1879), bls.
170 og tilvísanir 8 og 9.
25 Eina nunnuklaustrið á íslandi á þjóðveldisöld var stofnað árið 1186 í Kirkjubæ á
Síðu. Það var lagt niður nokkrum áratugum síðar en endurreist skömmu eftir að
þjóðveldið leið undir lok.
26 Sjá Grágás II, tilv. útg., bls. 40 og áfram og 149 og áfram.
27 Grágás 1, tilv. útg., bls. 39-44. Textinn í Konungsbók er dálítið óskýr eða eftil
vill torskilinn með tilliti til valds biskups í skilnaðarmálum þar sem engin aug-
ljós gild ástæða var til skilnaðar. Biskupi er nánast fengið almennt vald að dæma
í slíkum málum; varnaglarnir eru þó svo margir að það virðist vera mikilvægasta
skilyrðið til að fá skilnað að hjónin hafi gætt þess að ráðgast við biskup áður en
hafist er handa.
28 Sjá R. Heller, Die literarische Darstellung der Fran in den Islándersagas (1958).
29 Grágás II, tilv. útg., bls 42 og áfram og bls. 150.
30 Grágás I. tilv. útg., bls. 226 og II, bls. 240.
31 Ég mun á öðrum vettvangi reyna að sýna fram á að hjónaband hafi einmitt verið
samningur milli karls og konu sem einstaklinga og að hagsmunir ættanna hafi
ekki rekist á fyrr en kom að framfærslu barna eða arfi. Hjón erfðu ekki hvort
annað og þau voru ekki gagngert skyldug að framfæra ættingja hvors annars.
Þau héldu áfram að heyra til fjölskyldu sinni alla ævi.
32 Grágás I, tilv. útg., bls. 118 og II, bls. 218 og áfram.
33 Skýra má hve réttarstaða kvenna var friðhelg með tilliti til eigna þeirra með
dæmi úr Svínfellingas'ógu - frásagnarþætti um deilur á suðaustanverðu fslandi á
miðri 13. öld. Stórauðugur höfðingi neitar að una úrskurði hreppstjóra um að
einn af landsetum hans sjái fyrir eignalausum manni. Samkvæmt embættis-
skyldu sinni fellir héraðsgoðinn löglegan dóm og samkvæmt honum á höfðing-
inn að reiða af hendi hátt gjald. Goðinn kcmur með liði sínu á bæ höfðingjans til
þess að gera fjárnám í eigum hans. Húsfreyjan er hcima á bænum og fær haldið
sínum hluta búsins óskertum og auk þess bendir hún á ýmslegt í fórurn manns
síns sem hann hefði gefið henni, þar á meðal trúlega mund sinn. Það er athygl-
isvert við þessa frásögn að höfundurinn - sem hefur greinilega vcrið viðstaddur
atburðinn og líklega verið einn af heimilisfólkinu - hallast alls ekki á sveif með
goðanum. Það eykur gildi frásagnarinnar sem heimildar til að skýra að eignar-
réttur konu var friðhelgur gagnvart yfrisjónum eiginmannsins. í sögunni er sagt