Saga - 1984, Page 32
30
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR
um hliðstæða málsókn í sams konar máli að eignum hjóna hafi verið skipt og
einnig i því tilviki sótti goðinn aðeins hluta eiginmannsins í búinu. Sjá Sturlunga
sögu II, tilv. útg., bls. 89-96.
34 Ef mundur var ekki greiddur út voru börn, sem fæddust í hjónabandinu, talin
óskilgetin og yfirleitt var mjög mikilvægt að allar reglur í sambandi við festamál
væru haldnar út í æsar. Úr Sturlusögu, sem gerist um miðja 12. öld, höfum við
dæmi um hversu illa gat farið ef minnsti vafi lék á í þessum málum. Hjón, sem
eiga eina dóttur saman, skilja. Bæði giftast aftur og karlinn eignast son í síðara
hjónabandinu. Við lát karlsins er héraðsgoðinn í vafa uin hvort seinna hjóna-
band hans hafi verið lögmætt. Petta hefur í for með sér að sonur hins látna af
seinna hjónabandi verður að sætta sig við erfðarétt óskilgetins barns og dóttir
karlsins af fyrra hjónabandi er eina skilgetna barn hans og tekur fullan arf eftir
foður sinn (Sturlunga saga I, tilv. útg., bls. 102 og áfram).
35 Mikilvægi þess að standa við samning um að brúðkaup skyldi haldið ekki síðar
en ári eftir að festamál voru ráðin sést á ákvæðum Grágásar um að bóndi þurfi að
greiða sekt ef hann neitar brúðguma eða brúði í fylgd Iögboðins fjölda vitna um
húsaskjól eða beina. Á þjóðveldisöld voru festamálin ennþá mikilvægust en
mörg dæmi úr samtímasögum sýna að einnig var lögð mikil áhersla á brúð-
kaupið sjálft sem upphaf að samlífi hjónanna. í Prestssögu Gudmundar Arasonar er
sagt frá brúðkaupi sonar Hólabiskups og höfðingjadóttur um 1180. Fjölskylda
brúðarinnar hélt brúðkaupið hátíðlegt á stórbýli á Norðurlandi með því að
bjóða heim 600 gestum (fimm „stórum hundruðum"). Slík veisla stóð sjaldnast
skemur eneina viku ogoft lengur (Sturhmga saga I, tilv. útg., bls. 125). Frá miðri
13. öld er þekkt í smáatriðum hvernig höfðingjar héldu brúðkaup, því Sturla
Þórðarson lýsir í íslendingasögu öllum aðstæðum varðandi festamál og veislu
með allt að tvö hundruð boðsgestum þegar ung dóttir hans giftist höfðingjasyni
úr efsta þrepi íslensku höfðingjastéttarinnar (Sturlunga saga I, tilv. útg.,bls. 482
og áfram).
36 Grágás II, tilv. útg., bls. 45 og áfram.
37 Grágás II, tilv. útg., bls. 51 og áfram. - Sú mikla áhersla sem lögð var á það í
lögum að sérhvert barn fengi viðurkenndan réttan líffræðilegan foður sést á
ákvæðum Grágásar um að hægt væri að pynta móður barnsins til réttra sagna um
hver faðirinn væri. Þetta er eitt af fáum dæmum í Grágás um valdbeitingu við
málsrannsókn og eina dæmið gagnvart konum sem mér er kunnugt um.
38 Grágás II, tilv. útg., bls. 48 og áfram.
39 Grágás II, tilv.útg., bls.47 og áfram.
40 Grágás I, tilv. útg., bls. 184.
41 Efni þessa kafla er í frekari vinnslu sem sérstök ritsmíð og því hef ég sleppt að
láta athugasemdir fylgja kaflanum.