Saga - 1984, Page 33
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
Önnungar
Erindi flutt á aðalfundi Sögufélags í apríl 1983
f Snorraeddu getur um þrælsheitið önnungur en í þjóðveldislögunum Grágás er lýst
önnungsverki: „það er önnungsverk ef maður vinnur hvern dag það er búandi vill.“
Þetta hafa sumir fræðimenn talið vera eina af röksemdum þess'að frjálsir menn hafi
aðeins unnið ákveðna vinnu eða ákvæðisverk. Jón Hnefill Aðalsteinsson telur ljóst
af orðum Grágásar að frjálsir griðmenn hafi líka þurft að vinna það sem bændur
vildu að þeir ynnu. Niðurstaða hans er sú að þeir sem önnungsverkin unnu, eins og
þeim er lýst í Grágás, hafi verið frjálsir menn en kúgaðir, stétt sem hann telur að
sagnfræðingum hafi yfirsést til þessa.
Önnungar eru nefndir á tveimur stöðum í Snorra-Eddu, en þeirra
er ekki annars staðar getið í fornum ritum. í Skáldskaparmálum
segir: „Heitir og þræll kefsir, þjónn, önnungur, þír.“' Þá eru önnungar
einnig nefndir í nafnaþulum Snorra-Eddu og þar er upptalningin
þessi: Þjónar, þrælar, þírar, önnungar, verkmenn, kefsar og vflmegir.1 2
Eins og þessar tilvitnanir bera með sér, þá eru sömu heitin að
nokkru nefnd með önnungsheitinu í þeim báðum, þ.e. þræll,
kefsir, þjónn og þír, en í nafnaþulunum eru auk þessara taldir
verkmenn og vílmegir. Er rétt að líta fyrst á þau heiti sem standa
með önnungsheitinu og gera grein fyrir merkingu þeirra eftir því
sem unnt er. Verkmaður er svipaðrar merkingar og verkamaður
og vinnumaður síðar, notað um þá sem vinna líkamlega vinnu, en
segir ekkert út af fyrir sig um stöðu þeirra eða kjör að öðru leyti.
Vfler oft nefnt með erfiði og getur táknað kvöl eða þjáning vegna
langs og strangs erfiðis. Synir vílsins, vílmegir, eru þá þeir sem
slíkt hafa orðið að þola. í framhaldi af þessu er vílmögur stundum
útlagt sem ánauðarmaður eða hlekkjamaður. Þjónn hafði svipaða
merkingu í fornu máli og síðar, notað um þann sem annaðist ein-
hvers konar þjónustu. Kefsir er skylt þýska orðinu Kebsmann að
því er talið hefur verið. Kefsir er nafn á einum sona Þræls í Rígs-
1 Snorri Sturluson: Edda. Udgiven af Finnur Jónsson. Khvn 1926, bls. 143.
2 Sama rit, 201.