Saga - 1984, Side 34
32
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
þulu og skýrt sem þræll í Lexicon Poeticum. Þír er talið sama orðið
og þerna, en Þír er einnig nafn á eiginkonu Þræls í Rígsþulu og ein
dætra þeirra hét Ambátt.3
Merking þeirra heita sem standa með önnungsheitinu virðist
þannig fela í sér hvort tveggja eftir atvikum, erfiðismenn eða
ófrjálsa menn, þræla. Höfundar orðabóka hafa einnig skipað
önnunginum í báða þessa flokka. Þannig skýrir Sveinbjörn Egils-
son í Lexicon Poeticum, önnungr, servus (þræll) og tiltekur báða til-
vitnaða staði í Snorra-Eddu. í endurútgáfu Finns Jónssonar af Lexi-
con Poeticum er sama upp á teningnum, þar er önnungur skýrt sem
trœl, en aðeins vitnað í nafnaþulur Snorra-Eddu. í Icelatidic-English
Dictionary frá 1874 skýra þeir Richard Cleasby og Guðbrandur
Vigfússon önnung sem labourer (verkamaður, erfiðismaður) og
hliðstæð skýring kemur fram hjájohan Fritzner 1896 í Ordbog over
Detgamle norske Sprog, en þar segir: „önnungr, Person som hartungt
Arbejde at udfóre“ (erfiðismaður). í orðabók Sigfúsar Blöndals er
önnungur skýrt sem trœl og tekið eitt dæmi úr kvæði eftir Stefán
G. og í orðabók Menningarsjóðs, sem Árni Böðvarsson ritstýrði,
er önnungur skýrt sem þræll án sérstakra athugasemda.4
Þau orðabókadæmi sem hér hafa verið tekin bera því vitni að
merking önnungsheitisins hefur verið á reiki. Áður en tekin
verður afstaða til þess hvað líklcgt sé eða ólíklegt af þeim skýr-
ingum sem þegar hafa verið raktar er rétt að líta á eina forna heim-
ild enn, þar sem óbeint er vikið að önnunginum.
í Grágás kemur fyrir orðið önnungsverk. Er það í Kristinna laga
þætti, þar sem fjallað er um föstur. Kaflinn er bæði í Konungsbók
og Staðarhólsbók og ber í hinni fyrrnefndu yfirskriftina: vmfóstu
tiþer. Þar segir:
Setumönnum er skylt að fasta um engiverk og eigi verk-
mönnum þeim er í engiverki eru og eigi þeim manni er
3 Sœmimdar-Edda. Finnur Jónsson bjó til prentunar. Rvík 1926, bls. 180. Richard
Cleasby-Guðbrandur Vigfússon: Icelandic-English Dictionary. Oxford 1874, bls.
335, 698, 717, 740, 747.
4 Sveinbjörn Egilsson: Lexicon Po'éticum. Hafniæ 1860, bls. 625. 2. Udgave ved
Finnur Jónsson. Khvn 1931, bls 663. Clcasby-Vigfússon: tilvitnað rit, bls. 765.
Johan Fritzner: Ordbog over Detgamle norske Sprog. Kria 1896, bls. 1090. Sigfús
Blöndal: Islandsk-Dansk Ordbog. Rvík 1920-24, bls. 1003. íslenzkordabók. Ritstj.
Árni Böðvarsson. Rvík 1963, bls. 848.