Saga - 1984, Page 35
ÖNNUNGAR
33
smala rekur heim og eigi þeim er önnungsverk vinnur fyrir
búi manns. Það eru önnungsverk ef maður vinnur hvern
dag það er búandi vill.5
Setumenn merkir hér sama og heimilismenn almennt6 og það
sem um þá segir er ljóst, einnig það sem segir um verkmenn er
vinna að heyskaparstörfum og um smalamann. Staða þeirra
manna er vinna önnungsverkin er ögn meira á huldu og rétt er að
veita því athygli, að þeir eru ekki nefndir önnungar, heldur aðeins
menn sem vinna önnungsverk. Þá er fyrst að sjá hverjum augum
fræðimenn hafa litið á þessi störf og þessa heimild.
Jón Jóhannesson tekur þetta efni sérstaklega fyrir í íslendinga
sögu I og kemst þar m.a. að orði á þessa leið:
í Landnámabók nrun hvergi getið um frjálsan verkmann né
verkkonu, en auðvitað er fulldjarft að ráða af því, að frjálst
verkafólk hafi ekki þekkst á landnámsöld. Hitt er líklegt, að
það hafi verið sjaldgæft, en síðar hefur því smám saman
fjölgað er þrælum fækkaði. Á ýmsan hátt reyndu menn þó
að halda sem mestu af frelsi sínu. í Grágás segir: „Það er
önnungsverk, ef maður vinnur hvern dag, það er búandi
vill“. En önnungur er þrælsheiti talið í Snorra-Eddu, og má af
þessum orðum Grágásar ráða, að frjálsum mönnum hefur
þótt ósamboðið að ráða sig svo til verka. í stað þess réðu
menn sig til ákveðinnar vinnu, og gat bóndi þá ekki boðið
þeim að vinna neitt annað.7
Jón Jóhannesson segir, að hvergi muni getið um frjálsan verk-
mann né verkkonu í Landnámabók. Þetta kann rétt að vera, en þó
vil ég í þessu sambandi minna á eftirfarandi orð í Landnámabók, þar
sem segir frá því, er austmenn fóru að Hrómundi á Brekku og
hans mönnum:„...komu austmenn í virkið, því að verkmenn
5 Grg (Grágás) Ia, bls. 35. Sjá ennfremur Grg II, bls. 44.
6 Cleasby-Vigfússon, tilvitnað rit, bls. 524 skýrir setumenn eins og hér er gert:
The people of the home. í Laws o/Early Iceland. Translated by Andrew Denms,
Peter Foote and Richard Perkins, er setumenn þýtt: People who stay at the farm
(bls. 49). í Die Stellung derfreien Arbeiter in Island, Rvík/Khvn 1933, skýrir Þor-
kell Jóhannesson setumenn hins vegar sem: Nicht arbeitsfáhige und nicht be-
schaftige Leute.
7 Jónjóhannesson: íslendinga saga I. Rvík 1956, bls. 421-2.