Saga - 1984, Side 37
ÖNNUNGAR
35
sölu frjálsra manna á íslandi. Skyldu menn þá ljúka ákveðnu
verki á ákveðnum tíma og eiga sjálfir tíma sinn að verki
loknu, en hann fór auðvitað eftir dugnaði manna."
Það meginviðhorf sem lesið verður út úr ofanskráðum tilvitn-
unum er, að ákvæðisverk hafi tíðkast hjá frjálsum verkmönnum,
en þrælum hafi mátt skipa til verka að vild eigenda þeirra og hús-
bænda. Svipað sjónarmið er uppi hjá Birni Þorsteinssyni. Hann
tekur þessi mál til meðferðar í Nýni íslandssögu og segir þar:
Landnámsmenn höfðu með sér allmargt þræla, og er hér
rekinn búskapur með ánauðugu vinnuafli fram á 12. öld.
Þrælahald hefur ávallt í för með sér fyrirlitningu á vinnunni.
Frjálsum mönnum var ekki sæmandi að fornu að láta skipa
sér fyrir verkum hvern dag. „Það er önnungsverk, ef maður
vinnur hvern dag, það er búandinn vill“, segir í Grágás, lög-
bók þjóðveldisins. Önnungur var þrælsheiti og þrælar einir
voru önnum kafnir, en frjálsir menn voru verkstjórar, stóðu
í stjórnmálum, þingreiðum og utanferðum, iðkuðu íþróttir
og vopnaburð, stunduðu veiðar og siglingar og fengust við
skáldskap og annað, sem samboðið þótti frjálsbornu fólki.12
í þessum orðum Björns Þorsteinssonar er sami greinarmunur
gerður á þrælum og frjálsum verkmönnum og Jón Jóhannesson
hafði áður gert.13 Björn virðist ekki velkjast í vafa um það, að þeir
menn sem önnungsverkin unnu hafi verið ófrjálsir. í íslenskri tttið-
aldasögu 1978 víkur Björn Þorsteinsson enn að mismuninum á
stöðu frjálsra verkamanna og þræla og segir:
í íslendingasögum virðist oft lítill munur gerður á þrælum
og húskörlum, en sá reginmunur var þó á stöðu þeirra að
11 Jónjóhannesson, tilvitnað rit, bls. 422.
12 Björn Þorsteinsson: Ný íslattdssaga. Rvík 1966, bls. 127.
13 Þorkell Jóhannesson, tilvitnað rit, 112, athugagrein, þýðir önnungsverk sem
„Sklavenarbeit", en gerir þó að því er best verður séð allt eins ráð fyrir að þeir
sem önnungsverkin unnu hafi verið frjálsir, er hann þýðir orð Grágásar þannig,
bls. 146: „Önnungsverk verrichtet jemand, der jeden Tag das arbeitet, was der
Bauer ihm vorschreibt." Að öðru leyti fjallar Þorkell lítið um það efni sem hér
er rætt. 1 Early Laws of lceland sem fyrr var til vitnað, er umrædd setning þýdd
þannig, bls. 49: „It is labouring work if a man does such work daily as the
householder orders."