Saga - 1984, Síða 40
38
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
fram ómaga sína skuli taka meira kaup en aðrir, „efþeir vilja“, eins
og þar stendur. Hér virðist það vera vilji verkmannsins sem
ræður, en í þessurn lagatexta birtist auk þess athyglisvert mannúð-
arsjónarnrið. Fyrr í tilvitnaða textanum sagði, að maður ætti þess
kost að koma til griðs á miðju sumri og iðna annað þangað til, „ef
hann vill“. Einnig hér er það vilji verkmannsins sem ræður. Þá er
getið um hámarkskaup griðmannsins, en síðan segir: En frá miðju
sumri skal hann vinna búanda allt til vetrar slíkt er hann vill fyrir
smalaför utan. Slíkt er hann vill skil ég þannig að hér sé átt við vilja
búandans, að griðmaður verði að vinna á þessum tíma þau verk
sem búandi kveðji hann til og hafi ekki neitunarvald um verk
nema smalaferðina. Hér er þá komin nokkuð áleitin hliðstæða við
önnungsverkin, en þar var orðalagið: Það eru önnungsverk ef
maður vinnur hvern dag það er búandi vill.
Rétt er að taka það fram, að JónJóhannesson leggur sama skiln-
ing í orð Grágásar slíkt er hann vill og hér hefur verið gert. í íslend-
inga sögu 1 segir hann á þessa leið:
Frá miðju sumri til vetrar skyldu verkmenn vinna allt, sem
bóndi vildi, nema smalastarf. Eru störf þau, er þeir skyldu
vinna, nokkru nánara til tekin, en mest hefur kveðið að hey-
skapnum, þótt hann sé ekki nefndur. Með þessum störfum
virðast verkmenn hafa átt að vinna sér vist frá miðsumri til
fardaga, þ.e. fæði, húsnæði og líklega vinnuföt, enþeirhafa
ekki fengið annað kaup fyrir þau.19
í ljósi þess sem hér hefur verið rakið fer það allt eins vel að koma
til greina, að sá sem önnungsverkin vinnur er um getur í Grágás sé
frjáls maður eins og þar sé um þræl að ræða. Ég vakti athygli á því
er ég vitnaði fyrst til umræddra orða Grágásar, að þar er ekki talað
um önnunga, heldur aðeins um önnungsverk. Hér gæti því verið
átt við frjálsa menn, enda þótt önnungur merkti þræll eða væri
sammerkt þræli í öllum samböndum.
Hér er þó rétt að hyggja betur að. í Skáldskaparmálum segir:
Heitir og þræll kefsir, þjónn, önnungur, þír. Hér er verið að gera
grein fyrir því hvernig má kenna þræl og þá eru talin upp þræla
heiti sem nota má í skáldskap. Önnungur er þar talinn ásamt
þjóni, kefsi og þír, en þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að önn-
19 JónJóhannesson, tilvitnað rit, bls. 424.