Saga - 1984, Page 50
48
STEFÁN KARLSSON
Á íslandi horfði öðru vísi við. Aldirnar fyrir siðbreytingu höfðu
málbreytingar orðið þar mun minni en í grannlöndunum (nema
e.t.v. Færeyjum), mállýskumunur var þá eins og síðar lítílfjer—
legur, og löng og lifandi ritmálshefð kallaði ekki á þá endur-
skoðun, samræmingu og stöðlun ritmálsins, sem sumir erlendir
biblíuþýðendur höfðu stefnt að. Góð regla er á stafsetningu og
orðmyndum í Guðbrandsbiblíu - og öðrum ritum sem Guð-
brandur biskup lét prenta, en hvorugt er samræmt til hlítar eða
víkur frá algengum ritvenjum í skrifuðum samtímaverkum. Að
málfarinu verður vikið ögn síðar.
Alkunna er að Norðmenn og Færeyingar eignuðust ekki biblíu
eða annað guðsorð á móðurmáli sínu fyrr en mörgum öldum eftir
siðbreytingu, Norðmenn á öldinni sem leið og Færeyingar á þess-
ari. Þrátt fyrir þá skýlausu kröfu Lúthers að móðurmálið skyldi
notað við helgihald í kirkju og heimahúsum, urðu þessar þjóðir að
hlíta dönsku guðsorði þannig að sú siðbreyting sem í flestum
löndum varð móðurmáli til eflingar hafði í för með sér aukin áhrif
framandi tungu í þessum grannlöndum okkar.
Stjórnmálalega vóru bæði þessi lönd svipað sett og ísland gagn-
vart Danmörku, en í Noregi og í Færeyjum var ástand bók-
menningar allt annað en á íslandi. Framan af ritöld vóru ísland og
Noregur - og ugglaust Færeyjar líka - sameiginlegur bókamark-
aður, þar sem íslendingar vóru að vísu mestu framleiðendurnir
einkum þegar á leið, bæði að því er varðaði samningu ritverka og
uppskriftir þeirra. Þegar líður á 14. öld rofnar þetta bókmennta-
samband Noregs og íslands; þá virðist norskt bókmenntaframtak
vera liðið undir lok, sumpart væntanlega vegna konungssam-
bandsins við Svía, sem hafði í för með sér takmarkaða setu kon-
ungs í landinu, og að einhverju leyti vegna þess hve norska þjóðin,
og ekki síst norski aðallinn, varð illa úti í drepsóttinni miklu uffl
miðja öldina. Auk þess urðu málbreytingar í löndunum öllum á
14. öld, sem sumar fjarlægðu málin hvert frá öðru, og mestar urðu
breytingarnar á norsku, þar sem sameiginlegt beygingarkerfi tók
að leysast upp og orðfæri, a.m.k. í rituðu máli varð fyrir miklurn
áhrifum frá sænsku og síðar dönsku. Að nokkru leyti var þarna
um lágþýsk áhrif að ræða, sem að hluta bárust um granntungurn-
ar.
Um siðbreytingu eru norsk-íslenskar miðaldabókmenntir