Saga - 1984, Page 53
FJÓRAR ALDIR FRÁ ÚTKOMU GUÐBRANDSBIBLÍU
51
kemur fram á 16. öld er farið að þýða úr nálægum þjóðtungum.
Má þar nefna ævintýri sem þýdd vóru úr ensku (Miðaldaœvintýri
þýdd iírensku, útg. Einar G. Pétursson, Rv. 1976), heilagra manna
sögur úr lágþýsku (Reykjahólabók, islandske helgenlegender, I—II,
útg. Agnete Loth, Kmh. 1969-70) og prédikanir úr dönsku
(„Brudstykker af Christiern Pedersens Jærtegnspostil i islandsk
oversættelse“, útg. Stefán Karlsson, Opuscula IV, Kmh. 1970). í
öllum þessum þýðingum gætir áhrifa frá þeim málum sem úr er
þýtt í orðfæri og orðaröð, og einnig verður vart nokkurrar ein-
földunar beyginga og breytinga á fallstjórn. Mest gætir þessara
einkenna í postillubrotunum, einkum öðru þeirra, enda eru þær
þýðingar yngstar og gerðar eftir skyldasta málinu. Fleira af þessu
tagi hefur verið til og er varðveitt að einhverju leyti, cn sumt af
því hefur ekki verið prentað eða kannað.
Þegar hugsað er til þeirrar rithefðar sem fyrir var í landinu, má
augljóst vera að íslenskum siðbreytendum hefur ekki þótt annað
koma til greina en að kirkjan eignaðist öll hin nauðsynlegustu rit
til kristnihalds á móðurmálinu, enda hefði breyttur siður staðið
sði höllum fæti, ef danskar guðsorðabækur hefðu átt að keppa við
það innlenda lestrarefni sem til var í landinu - annað hvort verald-
legt eða pápískt. Ætla má að íslenskir kirkjuleiðtogar hafi teflt
þessum röksemdum fram gagnvart dönskum yfirvöldum, því að
trúlegt er að þeir hafi þurft að útskýra það og verja að íslendingum
væri ekki danskt guðsorð jafn-boðlegt og Norðmönnum og Fær-
eyingum. Þeir hafa ugglaust einnig haldið á lofti lestrarkunnáttu
íslendinga og síst dregið úr henni, eins og fram kemur í kunnum
orðum Péturs Palladíusar Sjálandsbiskups 1546, þar sem hann
samfagnar íslendingum fyrir að guð skyldi láta Odd Gottskálks-
son færa þeim Nýja testamentið
paa eders eget sprock/ at j dis bedre kunde nymme det hel-
lige Gudspiald oc Euangelium/ som ieg formercker at der
icke skal findis maange vdi landit/ som icke kunde selffue
baade l'æsse oc scriffue deris moders maall/ det er een meckt-
ig oc herlig ting/ oc haffuer meget nytte oc gaffn met seg/ nu
besynderlige vdi denne tid/ der Gud sender eder boger vdi
den hellige scrifft/ at huer kand, besynderlige om hellige
dage/ offue seg dis bedre/ met lessning och studeren/ vdi