Saga - 1984, Page 55
fjórar aldir frA útkomu guðbrandsbirlíu
53
den hellige scrifft/ som hans siæls salighed er anrorendis.
{Peder Palladius’ Danske Skrifter I, útg. Lis Jacobsen, Kmh.
1911-12, bls. 331; sbr. ísl.Jbrs. XI, nr. 400).
Það er reyndar athyglisvert að þessi ummæli Sjálandsbiskups
standa í formála að fræðakveri sem hann hafði tekið saman á latínu
handa norskum prestum og sendi íslendingum („de fattige Sogne-
prester oc den Christne almue til een opbyggelse i troen oc salig-
beds trost") prentað í danskri þýðingu sem hann hafði látið gera
°ftir að íslenskur þýðandi hafði fallið frá. Þetta sýnir, þó einsdæmi
se, að biskupi hefur ekki þótt fráleitt að ætla íslendingum guðs-
orðarit á dönsku, þó að honum hafi verið ljóst að þeir kysu þau
fremur á íslensku.
Með þýðingu sinni á Nýja testamentinu hafði Oddur Gott-
skálksson sýnt fordæmi, sem til fyrirmyndar hefur þótt fallið
oinnig í málfarslegum efnum. Fjölda gamalla biblíuorða íslenskra
befur hann haft á takteinum, sum ugglaust vegna bóklesturs, en
°nnur vegna þess að þau lifðu góðu lífi í málinu, og víða sýnir
ann hugkvæmni og gott málskyn í þýðingu sinni. Á hinn bóginn
er setningamyndun oft með þýsku yfirbragði (eins og algengt var
1 a i dönsku), og í þýðingu hans er drjúgt tökuorða, sem flest eru
rnin beint eða óbeint úr þýsku. Fæst þessara tökuorða eru þó
Væntanlega ný hjá Oddi, heldur hafa þau tíðkast áður í íslensku rit-
Boðorðin tíu í II. Mósebók, 20. kap. (til vinstri)
cxtinn „1284“ er tekinn eftir AM 310 4to frá síðari hluta 13. aldar. Hann var fyrst
pfentaður hjá Konráði Gíslasyni í Fire ogfyrretyve.. .Pröver af oldnordisk Sprog og Lit-
k’Wnr (Kh. 1860), bls. 437. (í þessum texta hafa 5.'og 6. boðorð víxlast, en því er
A^Mlt héf') ~ Textinn „1484“ er skrifaður á síðari hluta 15. aldar í Stjórnarhandritið
226 fol., og sú biblíuþýðing sem hann er hluti af hefur verið talinn vera frá fyrri
. Uta ' aldar cða jafnvel enn eldri. Textinn var gefinn út af C.R. Unger í Stjórn
ns9an‘u 1862), bls. 300-01. - Fleiri miðaldarit hafa að geyma skyldan texta boð-
j 2(jollna ~ allfa eða sumra - m.a. hómilíubækurnar íslenska og norska frá því um
- , sbr. Kirby 1976, bls. 14-5. Norræn frumþýðing boðorðanna er því áreiðan-
b hL^^ m k árum eldri en Guðbrandsbiblía. -Textinn „1584“ er úr Guðbrands-
t! 'U textinn „1984“ úr síðustu biblíuútgáfu 1981. -Stafsetning textanna er færð
nútímavenju, en ekki hróílað við neinum orðmyndum.