Saga - 1984, Síða 60
58
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
indanna. Eru það Hannes Finnsson Skálholtsbiskup, Magnús
Stephensen lögmaður og síðar dómsstjóri Landsyfirréttar og Jón
Espólín sýslumaður.
Það rit Hannesar Finnssonar, sem hér er um að ræða, er hið
gagnmerka verk Um mannfœkkun afhallcerum á íslandi, sem birtist
árið 1796 í 14. ársriti Lærdómslistafélagsins. Þar rekur hann þó
ekki einungis sögu hallæra og mannfellis, heldur og hve furðu-
fljótt fólki hafi yfirleitt fjölgað aftur eftir slík áföll. Þrátt fyrir allt
séu sæmileg og góð ár miklu fleiri en þau hörðu. Eftir að hafa
borið harðindakaflann 1779-1785 saman við ýmsa aðra harðinda-
kafla í sögu landsins segir Hannes meðal annars:
Þat er ecki at undra þó Island hafi, hellst af útlendum, verit
svo hardt álitid, at jafnvel 1784 var komit fyrir alvöru i tal,
at sækia allt fólk úr Landinu til Danmerkur, og giöra þar af
því Nýbýlinga, þared friófustu og bestu lönd hafa eigi ætíd
getad umflúit slíkann dóm.2
Frásögn Magnúsar Stephensens er í lokakafla bókar hans Island
i det Attende Aarhundrede, sem gefin var út í Kaupmannahöfn árið
1808. En þar segir svo:
Vel syntes Naturens Revolutioner i Aaret 1783 og 1784 at
være for Alvor ifærd med at gjore der Ende paa Handel,
Productioner, Næringer og selv Landets Beboelse, hvorfor
da endog tænktes paa at lægge det ode og bortfore de over-
blevne Mennesker og rorlige Eiendomme.3
Jón Espólín segir umrædda sögu í Árbókum sínum, XI. deild,
sem kom ekki út á prenti fyrr en 1854. Segist honum þannig frá:
Var í þann tíma Commission sett í Kaupmannahöfn um
vidréttíngu lands hér eptir eldsbrunann, ok komu at hennar
forlagi þau umskipti, er sídar gjördust: um skólaflutníng,
kauphöndlun ok vestr-amtid, en þá kom i ord fyrst at flytja
allt fólk úr landi hér, ok setja nidr í Danmörku, og var nær
stadrádit.4
2. Hannes Finnsson: Um mannfækkun af hallærum á íslandi. Ril Lœrdómslistafc-
lagsins XIV, bls. 177-178, Kh. 1796. Útgáfa Almenna bókafélagsins, bls. 158.
Rv. 1970.
3. Magnús Stephensen: Island i dct Attende Aarhundrede..., bls. 428-429, Kh.
1808.
4. Jón Espólín: íslands Árbækur XI. deild, bls. 43. Kh. 1854.