Saga - 1984, Page 61
MISSAGNIR UM FYRIRHUGAÐAN FLUTNING ÍSLENDINGA 59
Enginn framangreindra höfunda nefnir reyndar Jótlandsheiðar
sem ákvörðunarstað fyrir íslendinga. Hannes og Jón nefna ein-
Ungis Danmörku, þar sem sá fyrrnefndi segir, að talað hafi verið
um að gera þá að nýbýlingum, en Magnús nefnir engan stað. Þá
segir Hannes, að talað hafi verið í alvöru um brottflutninginn, Jón
segir, að hann hafi verið nær afráðinn, en Magnús, að hann hafi
Verið hugleiddur. Þetta telur Hannes hafa verið 1784, Magnús
greinilega um svipað leyti, en Jón talar um þessar umræður í sam-
hengi við störf landsnefndar síðari, sem skipuð var 2. febrúar 1785
°g nánar verður getið hér aftar.
Ekki vísa umræddir þrír fræðimenn til neinna heimilda til
s°nnunar þjóðarflutningssögunni. Vitna þó Hannes og Magnús
mJ°g til heimilda í þessum ritum sínum. Því gæti í fljótu bragði
verið ástæða til að ætla, að þeir hafi eingöngu byggt söguna á orð-
rorm, sem þeir töldu áreiðanlegan. Jón Espólín, sem er yngri,
hefur sjálfsagt stuðzt í þessu sem mörgu öðru við mannfækkunar-
nt Hannesar, þótt hann setji söguna í annað samhengi. Eina
^anska samtímaheimild gætu þessir höfundar þó allir hafa stuðzt
eitthvað við, og skal nú vikið að henni.
Árið 1792 kom út í Kaupmannahöfn bók, eða öllu heldur fyrra
nidi bókar, sem í var a.m.k. beinlínis vitnað síðar til sönnunar
Pjoðarflutningssögunni. Höfundur þessarar bókar var Carl Pont-
°Ppidan, sem var mikið viðriðinn íslenzk málefni. Hann hafði
Unnið sig upp við íslenzku verzlunina og m.a. starfað í nokkur ár
sem kaupmaður í Hafnarfirði á vegum konungsverzlunar síðari.
nð 1781 varð hann einn af framkvæmdarstjórum þessarar verzl-
unar, og var íslenzka verzlunin aðalverkefni hans. En auk hennar
atði konungsverzlunin einokun á verzlunarrekstri í Finnmörku,
æreyjum og Grænlandi. Pontoppidan átti ennfremur sæti í lands-
ne'fnd síðari og sölunefnd verzlunareigna konungs. Var sú fyrr-
uefnda skipuð, eins og fyrr getur, 2. febrúar 1785, til að fjalla um
aðstoð við íslendinga vegna móðuharðindanna og um afnám ein-
okunar o.fl., en hin síðarnefnda 17. janúar 1787 til að hrinda frí-
ondluninni í framkvæmd. Þá var Pontoppidan frumkvöðull Qár-
sófnunar þeirrar, sem hafin var í Kaupmannahöfn síðla hausts
og fór síðan fram víðast hvar í Danaveldi, til hjálpar íslend-
'iigum vegna móðuharðindanna. En úr þessari söfnun varð s.n.
Kollektusjóður til.