Saga - 1984, Page 62
60
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
Pontoppidan hefur ritað talsvert um íslenzk málefni, en fyrr-
nefnd bók hans er þó aðeins að hluta til um þau. Hún heitir fullu
nafni Magazin for almeennyttige Bidrag til Kundskab om Indretninger
og Forfatninger i de Kongelige Danske Stater. Kom fyrra bindi hennar
út árið 1792, eins og fyrr segir, og hið síðara árið eftir. Hér skiptir
fyrra bindið meginmáli. Þarerum.a. birtýmis gögnúrskjalasafni
konungsverzlunar og sitthvað úr fórum höfundar sjálfs varðandi
þessa verzlun, upphaffríhöndlunar á fslandi, móðuharðindin o.fl.
Allmörg þeirra skjalagagna, sem hér um ræðir, hefur Pontop-
pidan birt sem innlegg í deilur, er hann átti í um þær mundir við
C. U.D. Eggers. Þessar deilur snerust m.a. um rekstur og afkomu
konungsverzlunarinnar, en hún hafði, er hér var komið, verið
lögð niður á íslandi og Finnmörku. Eggers, sem var ritari og mik-
ill áhrifamaður í landsnefnd síðari og sat ásamt Pontoppidan í
sölunefnd verzlunareigna konungs, hafði ritað um það opinber-
lega, að ríkið hefði tapað verulegum fjármunum á konungsverzl-
uninni. Mikill ávinningur hefði þess vegna verið af því að leggja
hana niður.
Pontoppidan var reyndar samþykkur afnámi einokunarinnar.
Hins vegar fannst honum Eggers gera allt of mikið úr slæmri
afkomu konungsverzlunar og gefa jafnframt í skyn, að hún hefði
verið illa rekin. Þar með þótti honum nærri sér sjálfum höggvið
sem einum af framkvæmdarstjórum hennar. Auk þess fannst
honum Eggers taka heldur lítið tillit til ýmissa óviðráðanlcgra
áfalla, sem konungsverzlun hafði orðið fyrir, svo sem af völdum
móðuharðindanna.
Til sönnunar um hið óvenjulega eymdarástand á íslandi í
móðuharðindunum birti Pontoppidan m.a. áætlun, sem fram-
kvæmdarstjórn konungsverzlunar gerði í janúar 1785 að beiðni
rentukammers og nánar verður getið hér síðar, um kostnað við að
flytja þaðan með skipum verzlunarinnar á komandi sumri 500
bjargþrota manna til Danmerkur. í ummælum sínum um þetta
skjal segir hann, að við slíkar aðstæður hafi það verið óhjákvæmi-
legt að verzlunin yrði fyrir verulegu tapi. Síðan segir orðrétt:
...thi at være nodsaget til, at ville transportere Indbyggerne
fra et saa lidet Folkerigt Land som Island, hvor Fiskeriernes
egentlige Styrke bestaaer i, at Almuen fordeler sig paa Soe-
kysterne til Vaar- og Vinter-Fiskerierne, beviser Yder-