Saga - 1984, Page 66
64
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
gjört að flytja allt fólk af landinu (1784-85) og fá því bústaði
á Lýngheiði á Jótlandi, en hitt varð þó afráðið, að lina verzl-
unarokið að nokkru fyrst, og sjá hversu gegndi, enda hefir
það ráð endzt vel, eins og vænta mátti...8
Jón vitnar hér ekki í neina heimild, líklega vegna nýlegra blaða-
skrifa sinna, eða þá af því að hann hefur talið þjóðarflutningssög-
una svo þekkta á íslandi, að það væri óþarfi. Annars er það athygl-
isvert, að í þessum tveimur greinum tengir hann söguna aðallega
við einokunina og illar afleiðingar hennar. Þannig var hún líka all-
gott vopn í baráttunni fyrir fullu verzlunarfrelsi, sem var Jóni
mjög ofarlega f huga um þessar mundir. Síðan var títt til þjóðar-
flutningssögunnar vitnað í sjálfstæðisbaráttunni, eins og alkunna
er. Þótti hún löngum táknrænt dæmi um stjórn Dana á íslandi,
þekkingarleysi þeirra á málefnum landsins og þar með úrræðaleysi
við lausn aðsteðjandi vandamála.
Sagan var að sjálfsögðu rifjuð upp við ýmis önnur tækifæri,
ekki sízt á tímum eldgosa og öskufalls. Árið 1875 urðu t.d. mikil
cldgos á Mývatnsöræfum, og öskufall frá Dyngjufjöllum olli þá
verulegu tjóni á jörðum á Austurlandi. Frá þessu segir í danska
blaðinu Berlingske Tidende 18. maí þ.á og birtur er jafnframt kafli
úr fréttabréfi frá íslandi. Segir þar m.a., að væntanlega valdi þessar
náttúruhamfarir minna tjóni en orðið hafi árið 1783, er komið hafi
í alvöru til tals að flytja alla íslendinga úr landi og fá þeim bústaði
ájótlandsheiðum.9
Þjóðarjlutningssagan tekin upp í kennslubækur
Þegar tekið var að rita kennslubækur í íslandssögu, komst þjóð-
arflutningssagan inn í þær eins og hver önnur söguleg staðreynd.
Á þetta bæði við um kennslubækur, er ætlaðar voru byrjendum og
hinar, sem miðaðar voru við framhaldsskóla. Af bókum fyrir
byrjendur er hér um að ræða kennslubók eftir Boga Th. Melsted,
sem kom fyrst út árið 1904, og kennslubók Jónasar Jónssonar, er
var fyrst gefin út árið 1915 og íljótlega tekin í notkun í stað bókar
8. Fréttir frá Fulltrúaþinginu í Hróarskeldu, viðvíkjandi málefnum íslendinga.
bls. 3-4, Kh. 1840.
°. Vulcanske 0delæggelser i Island. Berlingske Tidende 18. maí 1875.