Saga - 1984, Page 74
72
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
báðum kynjum á aldrinum 12-30 ára og því fengin búseta í dönsku
Vestur-Indíum. En á þessum slóðum áttu Danir þá tvær eyjar, St.
Thomas og St. Jan, og eignuðust þar þriðju eyjuna, St. Croix, árið
1733.21
Gottrup hefur sjálfsagt breytt upphaflegum tillögum í þessa
veru fyrir áeggjan einhverra áhrifamanna, er efla vildu Dannrörku
sem nýlenduveldi. Hefur mönnum líklega þótt þetta hin heppi-
legasta lausn, þar eð ísland gæti ekki hvort sem væri framfleytt
því fólki, sem þegar væri þar. Ekkert varð raunar af neinum
mannflutningum úr landi. En því má bæta hér við, að árið 1703
voru landsmenn rúm 50 þús., en fækkaði síðan svo um munaði í
hinni skæðu bólusótt árið 1707.22
Brottjlutningstillaga Jóns Sveinssonar
Fyrsta brottflutningstillaga, sem vitað er til að kæmi fram í móðu-
harðindunum, snerist einmitt um vinnufært verðgangsfólk. Hana
gerði Jón Sveinsson, sýslumaður í Suður-Múlasýslu, í bréfi til
rentukammers 10. júní 1784. Eftir að hafa lýst nokkuð harðind-
unum og þeim mikla búfjárfelli, sem orðið hafði af völdum þeirra,
segist hann ekki sjá fram á neitt annað en hungursneyð í öllum
hreppum sýslunnar á þessu sumri. í flestum þeirra flosni fólk nú
meira og minna upp og fari á verðgang eða deyi úr hungri. Pess
vegna virðist einungis unnt að afstýra verulegum mannfelli með
eftirtöldum aðgerðum: Verzlunin verði látin aðstoða alla bændur
sýslunnar í hlutfalli við þarfir þeirra og fjölda heimilisfólks, þá
skár settu með lánum, en hina fátæku með gjöfum. Að öðrum
kosti verði allt vinnufært húsgangsfólk flutt burt úr sýslunni, til að
létta byrðum af þeim, sem enn hokri við búskap, annaðhvort til
Danmerkur eða þá til annarra héraða á fslandi, þar sem ástandið
kunni að vera skárra.23
Þetta bréf sendi Jón með skipi, sem komið hafði með vörur til
21. Lúðvík Kristjánsson: Þegar flytja átti Islendinga til Vestur-Indía. Saga 1971-
Sbr. Marius Vibæk: Den danske handels historie, bls. 186-187, 221-222. Kh.
1932-1938.
22. Saga íslendinga VI, bls. 273-278. Rv. 1943.
23. Jón Sveinsson til rtk. 10. júní 1784. Þjskjs. Rtk. I.J.s. 6; 566. (618).