Saga - 1984, Side 78
76
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
í landinu, og leiðir til úrbóta, var t.d. veigamikill þáttur í
umræðum landsnefndar fyrri (1770-1771) um úrræði því til við-
reisnar.27 Skúli kveður því þá tillögu, að flytja ungt fólk og vinnu-
fært úr landi, til þess eins fallna að reka smiðshöggið á þau stór-
kostlegu áföll, sem fslendingar hafi þegar orðið fyrir. Þá heldur
hann því fram, að réttnefndir flakkarar og betlarar séu hverfandi
fáir á íslandi í venjulegu árferði og er greinilega að andmæla fyrr-
nefndum kenningum Levetzows. f þann dilk sé alls ekki hægt að
draga það fólk, sem hafi í núverandi harðindum hrökklazt frá
Norður- og Austurlandi og úr Vestur-Skaftafellssýslu til ver-
stöðvanna í Gullbringusýslu og á Snæfellsnesi og jafnvel til Vest-
fjarða, í þeirri von að geta satt hungur sitt. Þetta fólk, eða það sem
eftir lifi af því, muni líka með ánægju snúa heim í átthaga sína
jafnskjótt og árferði skáni. Varðandi þá hlið málsins, hvert flytja
ætti vinnufært fólk, ef til brottflutnings yrði gripið, varpar Skúli
fram þeirri spurningu, hvort það gæti t.d. dregið fram lífið á heið-
unum í Jótlandi við starfshætti, sem það hafi aldrei áður kynnzt,
eða þá í Finnmörku, þar sem loftslag sé miklu kaldara en á íslandi.
Hann hefur greinilega takmarkaða trú á því og býst við, að þetta
fólk hefði yfirleitt að litlu að hverfa í Danmörku. f Kaupmanna-
höfn gætu ungir karlmenn þó kannski komizt í landherinn og á
flotann og stúlkur í aumustu þjónustustörfin þar í borg. Skúli ótt-
ast ennfremur, að fólk, sem flutt væri úr landi illa á sig komið eftir
hungur og önnur bágindi, þyldi slíkar stórbreytingar afar illa og
hryndi unnvörpum niður úr hvers konar næmum sjúkdómum í
hinu nýja umhverfi, svo sem bólusótt, mislingum , skarlatsótt
o.fl. Sú hætta væri ekki síst yfirvofandi, ef um fjölmennan hóp
yrði að ræða. Reynslan hafi sýnt, að íslenzkir stúdentar í Kaup-
mannahöfn verði árlega mjög fyrir barðinu á þessum sjúkdóm-
um, enda hafi margir þeirra borið beinin þar. Slík hafi einnig orðið
örlög margra og jafnvel tiltölulega fleiri ungra íslenzkra rnanna,
sem komið hafi til Hafnar til að læra einhverja iðn eða aðeins í von
um betri afkomu.
Skúli færir ekki aðeins rök gegn því, að vinnufært fólk verði
flutt úr landi, heldur og munaðarlaus börn, gamalmenni og annað
óvinnufært fólk. ísland gæti að vísu komizt af án þessa fólks, en
27. Lovsaml. III, bls. 666 og áfr. IV, bls. 34 og áfr.