Saga - 1984, Side 80
78
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
við slíkan flutning samt fyrirsjáanlega svo mikill, að sama fjárupp-
hæð nægði til að bjarga nokkrum þúsundum manna í landinu frá
hungursneyð.
Jón tekur það svo fram, að í rauninni skrifi hann eingöngu um
þetta brottflutningsmál vegna embættisskyldu sinnar, af því að
það hafi komið til umræðu. Hann vilji hins vegar ekki draga neina
dul á það, að sér finnist þetta úrræði svo mörgum annmörkum háð
og svo varhugavert, að hann geti alls ekki mælt með því. Land-
fógetinn bendi í hugleiðingum sínum á sitthvað, er viðsjárvert sé
við þetta, og sjálfur geri hann það nú einnig, en ýmislegt fleira
mætti tilgreina, ef tími ynnist til. Engar tillögur hafi heldur komið
frá íslandi um brottflutning fólks þaðan, nema aðeins frá Jóni
sýslumanni Sveinssyni á sl. sumri. Aðrir embættismenn þar hafi
ekki minnzt einu orði á slíkt úrræði.
Drög að áœtlun um brottflutning 500 manns
Það varð ofan á í rentukammerinu fyrrnefndan 14. janúar 1785, að
gerð skyldi áætlun um brottflutning eitthvað 500 manns á kom-
andi sumri, ef til slíks þætti þá þurfa að grípa. Skyldi hún í sam-
ræmi við það, sem fyrr segir, ná til alls konar þurfamanna og enn-
fremur til þvermóðskufullra iðjuleysingja, sem Levetzow hélt
fram að mikið væri af í sjávarplássunum í Gullbringusýslu og á
Snæfellsnesi. Með því að uppflosnað fólk hafði, eins og fyrr getur,
streymt til þessara og næstu héraða í harðindunum, var gert ráð
fyrir að brottflutningsáætlunin yrði aðallega miðuð við þessi
héruð og nágrenni þeirra. Framkvæmdina á íslandi hugsuðu
menn sér í aðalatriðum þannig, að sýslumenn, prestar, hrepp-
stjórar og bændur hjálpuðust að við að gera skrár yfir þá, sem til
greina kæmi að flytja úr landi, með stuttum frásögnum um hagi
hvers og eins. Þessar skrár yrðu síðan afhentar stiftamtmanni á
alþingi, þar sem hann ákvæði endanlega í samráði við amtmann,
lögmenn og aðra embætdsmenn, hverjir yrðu valdir til brottflutn-
ings. Sýslumenn, hreppstjórar og bændur yrðu svo að hjálpast að
við að koma hlutaðeigandi fólki til skips.
Því má bæta hér við, að Levetzow efaðist stórlega um, að
íslenzk yfirvöld hefðu bolmagn til þessa, er þvermóðskufulht