Saga - 1984, Page 82
80
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
Flotastjórnin og framkvæmdarstjórn konungsverzlunar svör-
uðu rentukammeri þann 21. janúar. Að því er svar flota-
stjórnarinnar varðar, skal látið nægja að geta þess, að hún gerði ráð
fyrir, að tvö 80 stórlesta skip nægðu til að flytja umrædd 500
manns frá Gullbringusýslu og Snæfellsnesi. Aðeins leigukostnað-
ur fyrir skipin yrði a.m.k. 7-8 þús. rd., auk tryggingargjalds.
Verzlunarstjórnin kvað hins vegar í svari sínu ástæðulaust að kon-
ungsverzlun krefðist nokkurs flutningsgjalds, ef unnt yrði að
skipta fólkinu niður á nægilega margar hafnir, enda líka búizt við
að útfluttar vörur frá landinu yrðu með minnsta móti. Þannig
væri hægt að flytja samtals 170 manns frá 4 höfnum í Gullbringu-
sýslu, samtals 140 frá 4 höfnum á Snæfellsnesi, 50 frá Patreksfirði
og samtals 140 frá 4 höfnum á Norðurlandi eða alls 500 manns-
Fæðiskostnaður fyrir þcnnan fjölda miðað við fjögurra vikna sigl'
ingu frá íslandi til Kaupmannahafnar var áætlaður rúmlega 1720
rd. Þár við bættist svo t.d. kostnaður við nægar vatnsbirgðir og
hvílur handa fólkinu. Til hins síðarnefnda var gert ráð fyrir, að
nota mætti kornkistur skipanna, sem væru flestar tómar á leiðinni
frá landinu. Talið var, að fólkið ætti flest sjálft að geta lagt sér til
einhverjar værðarvoðir, sem og föt til ferðarinnar, en sýslumenn
yrðu látnir hlaupa undir bagga með þeim, sem gætu það ekki.33
Þetta var þó óneitanlega allmikið óraunsæi, eins og stóð á fyrir
flestu þessu fólki og almennt í landinu um þetta leyti.
Landsnefnd ræðurfrá öllum brottflutningifólks
Þegar hér var komið, taldi rentukammerið sig ekki hafa nægan
tíma aflögu frá daglegum önnum til að sinna sem skyldi hinun1
margvíslegu vandamálum íslands, er krefðust skjótrar úrlausnar-
Bezt væri því að fela þetta verkefni sérstakri nefnd, sem íhugaði
ennfremur breytingar á fyrirkomulagi verzlunarinnar og annað,
er verða mætti til að rétta við hag landsmanna eftir harðindin. Að
tillögu kammersins var svo landsnefnd síðari, sem getið hefnr
33. Flotastjórn og vcrzlunarstjórn til rtk. 21. jan. 1785.
Þjskjs. Rtk. I.J.s. 6; (866,868) 1093.
Bréf verzlunarstj. er prentað í Carl Pontoppidan: Magazin for almeenn-
Bidrag... I, bls. 205-208.