Saga - 1984, Page 84
82
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
það gerði hann á næsta fundi nefndarinnar þann 14. febrúar. í sam-
ræmi við það, sem fyrr segir, benti Þorkell á, að ísland mætti ekk-
ert fólk missa, ekki heldur munaðarlaus börn, sem væru hluti upp-
vaxandi, vinnandi kynslóðar. Slíkum börnum yrði að ráðstafa í
fóstur í landinu, annaðhvort hjá skyldmennum eða vandalausum.
Varðandi gamalt og veikburða fólk var hann svipaðrar skoðunar
og Skúli Magnússon ogJón Eiríksson, að margt af því myndi ekki
lifa flutning af. Miklu ódýrara væri auk þess að sjá því farborða á
íslandi og aðstoða hlutaðeigandi sveitarfélög eitthvað við það, ef
með þyrfti, með framlögum úr Kollektusjóði. Þá áleit Þorkell, að
vinnufærum förumönnum myndi fækka með batnandi árferði og
hæfilegu aðhaldi yfirvalda, þannig að þeir yrðu ekki til þyngsla.
En því má bæta hér við, að ný og strangari tilskipun um lausa-
menn hafði einmitt verið gefin út snemma árs 1783.37
Landsnefndin féllst algerlega á skoðanir Þorkels og ákvað að til-
kynna rentukammeri, að hún gæti ekki mælt með neinum brott-
flutningi fólks frá íslandi. Samt sem áður samþykkti nefndin þó til
vara og sjálfsagt til að koma til móts við sjónarmið Levetzows, að
í ýtrustu neyð mætti hann senda eitthvað af þurfamönnum með
skipunum á komandi hausti, semsé ef ný áföll hefðu skollið yfit
landið og bjargþrota fólki hefði þar með fjölgað til muna.38
Þó að landsnefndin kæmi þannig dálítið til móts við tillögur
Levetzows, skipti það samt mestu máli, að ráðamenn höfðu gert
sér grein fyrir því, að það væri í raun og veru fjarstæða að ráðast í
nokkurn brottflutning fólks frá íslandi. Slíkt fyrirtæki yrði þar að
auki óheyrilega kostnaðarsamt og skapaði að öllum líkindum
fleiri vandamál en það leysti.
Þjóðarflutningssagan eins konarþjóðsaga
Hér að framan er bent á það, að tillögur um að flytja fólk burt af
íslandi vegna hallæris voru ekki settar fram í fyrsta sinn í móðu-
harðindunum, heldur hafi slíkar tillögur t.d. einnig verið uppi1
þeim miklu harðindum, sem gengu yfir landið um aldamótin
37. Lovsaml. IV, bls. 683-686.
38. Þjskjs. Skjöl landsn. síðari. Fundargerðab. landsn., bls. 6-8. Álitsg. Porkeb
Fjeldsteds 14. fbr. 1785. Bréfnr. 5.