Saga - 1984, Page 86
84
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
landsheiðum (Alheden, Lyngheiði). Með því að þjóðarflutnings-
sagan hefur síðan verið nátengd þessum heiðum, skal þess getið,
að á árunum kringum 1760 reyndu ráðamenn í dönsku stjórninni
að fá þýzka innflytjendur þangað. Vegna þess mikla umróts, sent
þá var í Pýzkalandi af völdum sjöárastríðsins, fluttist yfir þúsund
manns þaðan til Jótlandsheiða. Hvorttveggja var hins vegar, að
aðstæður þar voru miklu erfiðari en innflytjendunum virðist hafa
skilizt og viðbúnaður til að taka á móti þeim var af mjög skornum
skammti. Flestir þeirra reyndust auk þess lítt fallnir til þessa heið-
arbúskapar. Niðurstaðan varð því sú, að langflestir innflytjend-
anna sneru heim eftir að friður komst á, en aðeins innan við 60 fjöl-
skyldur urðu eftir. Tilraunin hafði þannig misheppnazt og þær
fjárfúlgur, sem ríkið hafði lagt fram í hana, því orðið að litlu
gagni.39 Þessi misheppnaða og dýra tilraun til að rækta og byggja
á Jótlandsheiðum, hefur væntanlega enn verið ráðamönnum
dönsku stjórnarinnar í fersku minni á árunum 1784-1785. Það er
þess vegna heldur ótrúlegt, að þeir hafi þá látið sér detta í hug 1
alvöru að flytja alla íslendinga þangað. Slíkir fjöldaflutningar yfir
hafið voru auk þess afar erfiðir og áhættusamir og feiknarlega
dýrir að öllu samanlögðu, eins og kemur líka skýrt fram í sam-
bandi við framangreindar vangaveltur um brottflutning 500
manns. Þcir hefðu ekki heldur verið framkvæmanlegir nema a
löngum tíma, þ.e. á mörgum árum eða jafnvel nokkrum tugum
ára. Allar líkur mæla þess vegna með því, að ráðamenn hefðu
frernur beðið átekta til að sjá hvort ekki rættist úr ástandinu á ís-
landi en hugleiða að ráðast í svona vafasamt fyrirtæki.
Dönskum ráðamönnum var ennfremur allvel kunnugt um það,
að ísland bjó, þrátt fyrir allt, yfir miklum náttúruauðæfum, sem
gætu, ef rétt væri á haldið, orðið þegnum ríkisins mun arðbærari
en raun hafði verið á. Þetta var rækilega tíundað í ýmsum þeim
merku ritum, sem birzt höfðu um landið á dönsku undanfarR2
áratugi og svo loks í framangreindu verðlaunariti Þorkels
Fjeldsteds, er kom út á sjálfu árinu 1784. Af öðrum ritum skal het
minnt á Tilforladelige Efterretninger om Island eftir Niels HorreboW.
39. Edvard Holm: Danmark-Norges historie 1746-1766 II, bls. 92-97. Kh. 1898'
Danmarks historie IX, bls. 342-345. Politikens forlag. Kh. 1965. SalmonsenS
Konversations leksikon: Alheden.