Saga - 1984, Síða 88
86
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
óneitanlega mjög svo frjálslega út af hinu óljósa orðalagi Pontop-
pidans og hnykkir á með því að segja, að áætlunin um brottflutn-
ing landsmanna hafi þegar verið tilbúin. Þetta var þó, eins og
framar er getið, aðeins áætlun verzlunarstjórnarinnar um mögu-
leika á brottflutningi 500 manns með kaupförunum sumarið eða
haustið 1785. Var hún eingöngu miðuð við það ástand, sem gert
var ráð fyrir að yrði þá, semsé að skipin færu hálftóm til baka. Hér
gat því ekki verið um að ræða neina áætlun um allsherjarbrott-
flutning íslendinga. Um áfangastað hinna brottfluttu nefnir Pon-
toppidan svo aðeins Danmörku, enjón hins vegar, eins og fyrr
segir, Jótlandsheiðar (Alheden, Lyngheiði) án þess að vísa bein-
línis til nokkurrar annarrar heimildar.
Enginn vafi er á því, aðJón Sigurðsson hefur þekkt þjóðarflutn-
ingssöguna í ritum Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephen-
sens og einnig að öllum líkindum heyrt hana sem eins konar þjóð-
sögu á íslandi. Þess vegna gæti verið, að í blaðadeilunum við
Knudtzon hafi Jón aðeins litið lauslega á það, sem um þetta
stendur hjá Pontoppidan, og fundizt það í fljótu bragði staðfesta
söguna. Hitt gæti líka verið, að hann hafi að vísu ekki alls kostar
trúað þjóðarflutningssögunni sjálfur, en þótt hún samt ágætt inn-
legg í deiluna við Knudtzon, sem og í sjálfstæðisbaráttuna. En
hann var nú einmitt að stíga fyrstu sporin í henni. í þessu sam-
bandi er það athyglisvert, að í 5. bindi af Lovsamlingfor Islatid, sem
kom út 15 árum síðar, eða 1855, ogjón vann manna mest að, eru
ekki birt önnur gögn varðandi brottflutningshugmyndina en bréf
rentukammers 15. janúar 1785 til Levetzows, sem getið er hér
framar. í því bréfi er m.a. tekið fram, að ef af einhverjum brott-
flutningi fólks verði, eigi hann eingöngu að ná til þeirra, er séu
landinu og bændum þar til byrði. Til bréfa kammersins s.d. til
flotastjórnar og verzlunarstjórnar varðandi kostnað o.fl. við
flutning 500 manns er aðeins vísað neðanmáls, en ekki minnzt 3
nein önnur gögn um málið. Þetta gæti bent til þess, að Jón Sig'
urðsson hafi a.m.k. verið hættur að trúa þjóðarflutningssögunni
er hér var komið, ef hann hefur þá nokkurn tíma gert það. Spurn-
ingin er, hvort hann hefur ekki alltaf litið fyrst og fremst á han3
sem hentugt áróðurstæki gegn ofurvaldi Dana á íslandi.
Það vantaði ekki heldur, að þjóðarflutningssögunni v*rl
löngum hampað í sjálfstæðisbaráttunni sem dæmi um þekkingar'