Saga - 1984, Blaðsíða 100
98
PÉTUR PÉTURSSON
andstæð spíritismanum og kvaðst heldur vilja stunda anda þess, er
lifir en umgangast þá dauðu.9 Bent hefur verið á, að hinir svo-
kölluðu „mahatmar", eða hinir miklu andar, er frúin hafði sam-
neyti við og gegndu miklu hlutverki við upphaf guðspekinnar,
séu náskyldir þeim verum, sem meðal spíritista eru kallaðar
„stjórnendur að handan“.10 Frú Blavatsky stofnaði fyrsta guð-
spekifélagið árið 1875 og naut til þess aðstoðar bandaríska hers-
höfðingjans H.S. Olcotts. Árið 1879 var félagið endurskipulagt og
hallaðist síðan meira að austurlenskri trúarbragðaheimspeki með
sterkum áhrifum frá hindúisma og búddatrú. Miðstöð alþjóða-
hreyfingarinnar var sett upp í Adyar í Indlandi, nálægt Bombay.
Á síðari hluta 19. aldar óx samanburðartrúfræðinni fiskur urn
hrygg, og þekking á öðrum trúarbrögðum jókst á Vesturlöndum-
Menn þóttust sjá, að innsti kjarni allra trúarbragða væri hinn sami-
Á þessu vildi guðspekifélagið byggja og prédikaði, að með and-
legri íhugun og þjálfun væri hægt að afla þekkingar og vissu uffl
innstu leyndarmál tilverunnar, þessa heims og annars, og guð-
spekin væri nútíma búningur þeirrar þekkingar, sem til þyrfti til
að ná fullkomnun og sameiningu við guðdóminn. Samkvæmt
þessu er tilgangur guðspekireglunnar þríþættur:
1. að mynda kjarna af allsherjar bræðralagi mannkynsins,
án tillits til kynstofns, trúar, kynferðis, stéttar eða hörunds-
litar.
2. að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúar-
bragðanna, heimspeki og náttúruvísindi.
3. að rannsaka óskilin lögmál náttúrunnar og þau öfl, er
leynast með manninum.* 11
Guðshugmyndin er ídealistísk. Eðli tilverunnar og hinn innsti
kjarni alls er andlegur; guð er alls staðar og í öllu nálægur. í
alheimsfræði sinni (kosmólógíu) gerir guðspekin ráð fyrir því, að
manneskjan þróist á ólíkum sviðum eða tilverustigum. Hið lægsta
er hinn jarðbundni efnisheimur, en gert er ráð fyrir „astralsviði*
eða andaheimi á svipaðan hátt og spíritistar gera, og liggur það á
9. Bryan Wilson, Religiösa sekter. Aldus/Bonniers 1970, bls. 171.
10. E. Briem, Moderna Religionssurrogat, Spiritismen, Teosofien och Christian Science■
Hugo Gebers förlag, Stockholm 1926, bls. 72.
11. Um guðspeki, ágrip til leiðbeiningar. Prentv. Odds Björnssonar, Akureyri 1913,
bls. 13.