Saga - 1984, Síða 101
TRÚARLEGAR HREYFINGAR ( REYKJAVÍK
99
milli jarðsviðsins og hinna guðdómlegu sviða, en alls er reiknað
nieð sjö ólíkum sviðum eða stigum.12 Þessi heimspeki er náskyld
nýplatónskum hugmyndum, bæði hvað viðvíkur heimsmyndinni
°8 þekkingarfræðinni, en ekki verður hér farið nánar út í það.13
Hugmyndin um karma er til komin fyrir áhrif austrænna trúar-
grnynda. Takmark mannsins er að losna undan lögmáli orsaka
°B aflciðinga, sem mótar lífsferil hans og lífsstefnu, og sameinast
Buðdóminum í algerri hvíld. Þessi andlega þróunarkenning gerir
ráðfyrirþví, að menn verði að taka afleiðingum gerða sinna í öðru
1 '> þ.e.a.s. í næsta lífi á jörðinni. Þeir „endurholdgast“, fæðast
ur og aftur, þangað til þeir eru orðnir svo göfugir, að þeir eru
Pess umkomnir að hljóta hinn guðdómlega sess, takmark þróun-
arinnar.
Spíritistar kenna einnig, að maðurinn verði í öðru lífi að taka
dðingum gerða sinna, það sé ekki hægt að skella skuldinni á
einhvern annan. En spíritistar gera ráð fyrir því, að maður geti
ætt ráð sitt í öðru lífi og þannig tekið framförum á þroskabraut-
lnni. Þessar kenningar eru grundvöllur siðfræði bæði spíritista og
guðspekinga. Fremsti hugmyndafræðingur íslenskra spíritista,
'nar H. Kvaran, gerði þetta atriði að umtalsefni í fyrsta opinbera
yrirlestri sínum um málið í Reykjavík vorið 1905:
Guð ætlast til, að maðurinn taki stöðugum framförum í
vitsmunum, þekkingu, heilagleik og kærleika. Hannverður
að þoka sér sjálfur áfram á þessari leið fullkomnunarinn-
ar...Tilvera mannsins heldur áfram eftir dauðann, og þar
uppsker maðurinn nákvæmlega eins og hann sáði hér,
miklu nákvæmar en vér getum gert oss hugmynd um í
þessu lífi. Þar hefur það ekkert gildi, hve mikið eða lítið vér
komum með af trúargreinum í huganum, heldur eingöngu
flitt, hve vel oss hefur tekist að laga huga vorn eftir guðs
vilja.14
iflér erum við komin að þeim grundvallarmismun, sem var á
Buðfræði spíritismans og guðspekinnar annars vegar og guðfræði
®riem, op.cit., bls. 80 og áfram.
Gunnar Aspelin, Filosofins historia, Studentlitteratur, Lund 1975, bls. 28 og
^ ttatn.
Einar H. Kvaran, Eitt veit ég. Erindi og ritgerðir utn sálrœn efni, SRFÍ1959, bls. 28-