Saga - 1984, Blaðsíða 102
100
PÉTUR PÉTURSSON
KFUM og skyldra félaga hins vegar. Þeir síðarnefndu héldu á einn
eða annan hátt í hugmyndina um eilífa útskúfun, fórnardauða
Krists fyrir syndir mannanna og játningagrundvöll kristinnar
trúar.15 Eins og greint verður frá hér á eftir, sögðu íslenskir spíri-
tistar og guðspekingar sig ekki úr lögum við kirkjuna, en þeir
gagnrýndu þessi atriði að svo miklu leyti sem þeir töldu þau vera
hindrun á þroskabraut þess einstaklings, sem í einlægni leitaði að
kærleiksríkum Guði.
Allan Kardec og Emanuel Swedenborg; fylgismennfyrir
aldamót
Það er ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að grein Einars H-
Kvarans í Norðurlatidi 27. júní 1903 sé það fyrsta, sem birtist á ís-
landi um spíritisma og sálarrannsóknir.16 Fjallkonan birti, frá upp-
hafi (1884) og fram að aldamótum, nokkrum sinnum greinar um
spíritisma og nútíma dultrú. Yfirleitt voru þessar greinar nei-
kvæðar í garð þessara hreyfinga og augljóslega byggðar a
erlendum heimildum og þýddar beint upp úr þeim. Fjallkonati
birti annars greinar um trúmál, sem voru ekki alltaf að skapi
kirkjulegra yfirvalda á þessum tíma, og má segja, að blaðið, undir
ritstjórn Valdimars Ásmundssonar, hafi átt sinn þátt í að koma af
stað fyrstu trúmálaumræðu í nútíma skilningi á íslandi.17
Jón Ólafsson, skáld og ritstjóri, hélt fyrstur manna fyrirlestur
um spíritisma og dultrúarfyrirbirgði í Reykjavík veturinn 1898-
99. Fyrirlesturinn birti hann í blaði sínu Nýju öldinni 1899 undir
nafninu „Dýrsegulmagn og dáleiðsla, andatrú, fjölkynngi og
kraftaverk“. Hafnaði hann þar skýringum spíritista á fyrirbrigð-
unum, þó ofsalaust, a.m.k. miðað við skrif hans um þessi mál
nokkrum árum seinna, eins og síðar verður vikið að. Jón mun hafa
haft spurnir af spíritismanum, er hann dvaldist vestanhafs, og
15. Drepið var á þessi atriði í öðrum hluta þessarar ritgerðar, Saga XIX 1981, bls-
238.
16. Sveinn Víkingur, Einar H. Kvaran og sálarrannsóknirnar. Formáli í Einar H-
Kvaran, Eitt veit ég, bls. 12; Steingrímur J. Þorsteinsson, Einar H. Kvaran.
Aldarminning. í Attdvara 1960, bls. 13.
17. Pétur Pétursson, Church and Social Chattge. A Sttidy of the Secularization Process
in Iceland 1830-1930, Plus Ultra, Vánersborg 1983, bls. 109ogáfram.