Saga - 1984, Page 104
102
PÉTUR PÉTURSSON
þetta mál var orðið að miklu hitamáli í Reykjavíkurblöðunum.
Þórður var tengdasonur Björns Jónssonar ritstjóra, sem var
höfuðandstæðingur Jóns í pólitíkinni á þessum tíma og mikill
áhugamaður um spíritisma, eins og síðar verður vikið að. Líkleg-
ast er „andatrúarboð“ Þórðar angi af þeirri hreyfingu, sem komin
var afstað í Reykjavík haustið 1904. En frekari heimildir um anda-
trú þeirra Þingeyinga fyrir þann tíma skortir höfund. Haraldur
Níelsson gat um nokkra Norðlendinga, sem þekkt hefðu til spírit-
isrnans og sálarrannsóknanna á öldinni sem leið. Voru það þeir sr.
Arnljótur Ólafsson, Ólafur Ólafsson bóndi á Espihóli í Eyjafirði
og sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili.21 Öruggar heimildir eru fyrir
því, að menn þekktu til kenninga Swedenborgs. Það eru einkum
tveir menn, sem virðast hafa verið mótaðir af þeim fyrir aldamót.
Annar þeirra var Björn Jónsson ritstjóri, en hinn Jón A. Hjaltalín,
guðfræðingur og skólastjóri Möðruvallaskóla. Um Björn látinn
segir Einar H. Kvaran, að hann hafi í trúarefnum orðið fyrir
mestum áhrifum af ritum og kenningum Swedenborgs.22
Önnur heimild segir, að Björn hafi þegar á námsárum sínum i
Kaupmannahöfn verið meðlimur í söfnuði Swedenborgar-
manna.23 Jón A. Hjaltalín, sem dvalist hafði í Englandi, áður en
hann kom að Möðruvallaskóla, gekk í söfnuð Swedenborgar-
manna í Edinborg og prédikaði oft í kirkju þeirra.24 Hann þýddi a
íslensku tvö rit Swedenborgs, en ekki eru til heimildir um, að
hann legði á sig trúboð meðal landa sinna.
Aldamótaárið skrifar Jón Helgason prestaskólakennari í tímarit
sitt Verði Ijós:
Ekki minna en þrír „swedenborgskir“ ritlingar hafa oss
verið sendir á þessu sumri. Tveir þeirra eru eftir Sweden-
borg sjálfan: „Um hina nýju Jerúsalem og hennar himneskn
kenningu" (þýðandi Jón A. Hjaltalín skólastjóri) og „Um
kærleikann" (þýðandi ekki nafngreindur); hinn þriðji er um
kenningu Swedenborgs og heitir „Nýkirkjumaðurinn
(þýðandi Ari Egilsson í Brandon í Vesturheimi). Naumast
21. Haraldur Níelsson, Hví slœrð þú mig? Erindi um rannsókn dularfullra fyrirbrig^'
Isafoldarprentsmiðja, Rvík, bls. 19.
22. BjörnJónsson. Minningarrit, ísafoldarprentsmiðja, Rvík 1913, bls. 129.
23. Reykjavtk 7.121912.
24. Brynleifur Tobíasson, Hver er maðurinn. tslendingaœvir I, Rvík 1944.