Saga - 1984, Side 106
104
PÉTUR PÉTURSSON
Undir lögin rita 15 manns nöfn sín, þar á meðal Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir kennari, bræðurnir Hallgrímur, Sigurður og Aðalsteinn
Kristinssynir, Ingimar Eydal, Oddur Björnsson prentsmiðju-
stjóri, sr. Jónas Jónasson, sem þá starfaði sem kennari á Akureyri,
frú Lára Ólafsdóttir (sú er fékk bréfið fræga frá Þórbergi Þórðar-
syni) og Jónas Þórarinsson (Þór), síðar verksmiðjustjóri kaupfé-
lagsins.
Athyglisvert er, að hér eru margir forystumenn Kaupfélags
Eyfirðinga saman komnir. Hallgrímur var um þetta leyti fram-
kvæmdastjóri þess og Sigurður bróðir hans starfsmaður þess, eins
og Aðalsteinn varð einnig síðar. Ingimar Eydal var þá kennari, en
nátengdur kaupfélaginu og sat síðar í stjórn þess.
Fundir félagsins voru oftast haldnir á skrifstofu kaupfélagsins.
Ekkert er í lögum félagsins, sem bendir til þess, að það kenni sig
sérstaklega við guðspekina, en ljóst er, hversu skyld markmið
þess eru henni, enda var guðspekin mikið áhugamál félagsmanna,
eins og kemur fram í fyrstu fundargerð félagsins. Þar segir:
Eins og oft hajði verið áður þegar fundum okkar bar saman
hnigu umræðurnar að guðspeki (Teosofi), dularfullum
fyrirbrigðum og ýmislegri dulspeki yfir höfuð. Eitt okkar,
prentsmiðjueigandi Oddur Björnsson, hafði lánað okkur
hinum nokkrar bækur um þessi efni, og lestur þeirra varð til
þess að við fengum nokkurn áhuga til þess að kynnast þessu
máli nánar.
Oddur Björnsson hafði kynnst guðspekinni í Kaupmannahöfn,
og var hann meðlimur Skandinavísku guðspekireglunnar, er hann
kom til íslands og settist að á Akureyri 1901. Þetta kemur fram 1
aðalmálgagni Alþjóðareglu guðspekinga, The Theosophist, sem
gefið var út í Adyar. Hann hefur greiniléga verið áhugasamur að
kynna löndum sínum guðspekina og aðra dulspeki, og kom það
m.a. fram í bæklingi þeim, sem hann lét prenta sem handrit og gaf
út í 49 tölusettum eintökum vorið 1904. Bæklingur þessi, Vegur-
inn frá mannlífi til heimslífs, er ekki beint í nafni guðspekinnar, en
greinilega þrunginn siðaspeki og alheimsfræði hennar. f inngang1
stendur eftirfarandi yfirskrift:
Vegurinn frá veikleika og þrautum til heilbrigði og styrk-
leika, frá hatri og sundrung til kærleika og sameiningar, fi"3