Saga - 1984, Síða 108
106
PÉTUR PÉTURSSON
færast í áttina með að styttast á milli himins og jarðar. Guð
er alltaf að draga mennina að sér í gegnum skynsemina og
vitið.27
Það má gera ráð fyrir því, að ýmislegar nýjungar og hræringar
hafi einkennt trúmálin meðal „betri borgara“ á Akureyri og í ná-
grenni um aldamótin. Ofangreind atriði benda sterklega til þess,
að svo hafi verið. Ekki hefur nærvera andans mannsins og þjóð-
skáldsins, Matthíasar Jochumssonar, spillt fyrir leitandi sálum að
þessu leyti. Um þessar mundir losnaði hann undan þeim klafa
hempunnar, sem hann hafði fundið fyrir sem þjóðkirkjuprestur
og fyrstur meðal þeirra til að aðhyllast frjálslynda guðfræði. Ef til
vill var prófastinum á Hrafnagili líkt farið, þó minna bæri á því og
ekki hlyti hann áminningu kirkjuyfirvalda eins og sr. Matthías.
Jónas hafði sem rithöfundur orðið fyrir áhrifum frá raunsæis-
stefnunni í bókmenntum, og varla er hægt að hugsa sér annað en
þær nýju hugmyndir um kirkju og trúmál, sem fylgdu í kjölfar
þessarar áhrifamiklu hugmyndafræði, hafi á einhvern hátt mótað
guðfræðileg viðhorf hans. Áður var minnst á, aðjón A. Hjaltalín
hefði aðhyllst kenningar Swedenborgs. Það er áberandi, að
margir þeirra, sem stóðu að stofnun félagsins Systkinabandið,
voru fyrrverandi nemendur í Möðruvallaskóla, en Jón A. Hjalta-
lín var skólastjóri allt til 1908. Árið 1902 fluttu skólinn ogjón til
Akureyrar. Ekki hefur höfundur þó fundið beinar heimildir fyrir
því, aðjón A. Hjaltalín hafi haft áhrifá nemendur sína í trúmálum
að þessu leyti, en benda má á, að nokkrir skólasveinar þaðan þóttu
heldur frjálslyndir og lausir í rásinni varðandi kirkju og trúmál.
Eitt er víst, að ekki var Jón líklegur til þess að beita þá svipu rétt-
trúnaðarins.
Það er í þessu umhverfi, að Einar H. Kvaran verður fyrir úrslita-
áhrifum, sem beina huga hans markvisst að spíritisma og dul-
speki. Hann skrifar í grein í Fjallkonunni í apríl 1905: „Ég hef uffl
nokkur ár, að svo miklu leyti, sem mér hefur unnist tími til frá
öðrum störfum, kynnt mér allmargar bækur um spíritisma og theo-
sofi.“2R Hvergi getur Einar þó þess, að hann hafi orðið fyrir
beinum áhrifum frá Jóni A. Hjaltalín eða Oddi Björnssyni. Það
27. JónasJónasson, Opinberun Guðs, Oddur Björnsson, Akureyri 1904, bls. 18-19.
28. Fjallkonan 7.4. 1905. Leturbreyting höfundar.