Saga - 1984, Page 110
108
PÉTUR PÉTURSSON
byggt á þeirri trú, að tilveran og meðvitundin héldu áfrani
eftir dauðann og þar kæmi fram afleiðing og áframhald þess,
er maðurinn hefði orðið í þessu lífi.30
Eðlilegt er, að menn spyrji, hversu alvarlega beri að taka þessi
ummæli, einkum þar eð líklegast er, að hér sé um að ræða skrif
manns, sem talinn er upphafsmaður spíritismans á íslandi og
gjarnan vildi, að áhrifamiklir vinir hans væru sama sinnis.31 Hér
ber að hafa í huga eftirfarandi atriði, sem styðja það, að þessi
ummæli séu á rökum byggð. Eftirmælin eru skrifuð, áðuren Einar
kemur fyrir almenningssjónir sem sannfærður spíritisti. Fyrsta
greinin, þar sem hann heldur spíritismanum fram, birtist ekki í
Fjallkonunni fyrr eníapríl 1905, samamánuðioghann flyturfyrsta
opinbera fyrirlestur sinn um málið. Ekki er líklegt, að Einar sé að
gera Páli Briem upp skoðanir. Til þess var Páll of þekktur maður,
og slíkt hefði verið ósmekklegt gagnvart vinum hans og vanda-
mönnum.
Hér hefur verið bent á, að menn þekktu til spíritisma, guðspeki
og annarra dultrúarfyrirbrigða á íslandi fyrir aldamót, og það, að
um aldamótin voru þeir til í hópi menntamanna, sem aðhylltust
þessar skoðanir. Ekki beittu þessir menn sér opinberlega fyrir
skoðunum sínum, og má spyrja, afhverju þeir gerðu það ekki, þar
eð þeir höfðu greiðan aðgang að fjölmiðlum þess tíma. Hér ber að
hafa í huga, að kirkjuvaldið hafði enn það sterkt taumhald varð-
andi opinbera trúmálaumræðu, að skoðanir, sem brutu í bága við
hina ríkjandi kenningu, gátu átt á hættu að verða bannfærðar.
Menn máttu minnast þess, að Matthías Jochumsson hafði 1891
fengið opinbera áminningu frá biskupi fyrir að kalla útskúfunar-
kenninguna “lærdóminn ljóta“.32 Þess var því vart að vænta, að
opinberir embættismenn gerðust talsmenn spíritisma og dulspeki
fyrir aldamót.
í þessu efni breyttust viðhorf nokkuð strax eftir aldamótin,
kennarar við Prestaskólann tóku að beita sér fyrir frjálslyndan
viðhorfunr í guðfræði, sem gerðu ráð fyrir sjálfstæðari athugun a
30. Fjallkonan 20.12. 1904.
31. Sveinn Skorri Höskuldsson, Cestur Pálsson. Æviog verk, Bókaútgáfa Menning'
arsjóðs, Rvík 1965, bls. 568.
32. Kirkjublaðið I, 6 1891.